A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
05.08.2009 - 12:17 | bb.is

Skrúður 100 ára

Skrúður í Dýrafirði
Skrúður í Dýrafirði
Skrúður í Dýrafirði á 100 ára afmæli á föstudag en garðurinn er einn elsti skrúðgarður Íslands. Sérstaða Skrúðs umfram aðra garða er ekki síst tengd tilurð og tilgangi hans en í upphafi var hann hugsaður sem kennslugarður fyrir nemendur á Núpi. Stofnandi Skrúðs, séra Sigtryggur Guðlaugsson, tíundaði mikilvægi ræktunar garðjurta til fæðubótar og heilbrigðis. Segja má að sú hugsun hafi á þeim tíma verið langt á undan samtímanum. Í garðinum eru kjálkabein af einni stærstu steypireyði sem hefur verið fönguð við Ísland, en það var árið árið 1892. Unnið verður að því að koma beinunum til varanlegrar varðveislu og verða yngri bein sett upp í staðinn. „Ísland státar ekki af mörgum almenningsgörðum frá þessum tíma, hvorki stórum né íburðarmiklum. Því er mikilvægt að þeim fáu görðum sem til eru sé vel sinnt, þeir njóti verðugrar umhirðu og sögu þeirra sé gerð skil og henni haldið á lofti", segir í tilkynningu frá stjórn Framkvæmdasjóðs Skrúðs.

„Reynslan sýnir, bæði hérlendis og erlendis, að garðar eru eitt mesta aðdráttarafl ferðamanna. Einstök staðsetning Skrúðs, í náttúru snarbrattra fjallshlíða Dýrafjarðar, kemur mörgum á óvart. Það var líka ætlun stofnandans á sínum tíma að sanna það hvað hægt væri að rækta í hrjóstrugum jarðvegi við þessar aðstæður. Árangurinn vekur svo sannarlega aðdáun og forvitni margra. Um leið eykur Skrúður á fjölbreytni þeirra valmöguleika sem ferðamenn eiga kost á að skoða og upplifa á Vestfjörðum og er því afar mikilvæg viðbót við aðra áhugaverða áfangastaði og valkosti svæðisins", segir jafnframt í tilkynningu.

Efnt verður til sérstakrar hátíðar í garðinum frá kl. 14-17 á laugardag. Hátíðarhöldin fjölbreytt og í anda þeirra hugmynda og gilda sem garðurinn Skrúður hefur staðið fyrir í 100 ár og eru allir velkomnir.
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31