29.08.2009 - 11:56 | bb.is
Simbahöllin fer í vetrarfrí
Kaffihúsið Simbahöllin á Þingeyri er að fara í vetrarfrí eftir fyrsta opnunar sumarið. „Við höfum fengið fjöldan allan af ferðamönnum til okkar, bæði Íslendinga og útlendinga. Allir hafa verið mjög ánægðir með staðinn og sérstaklega hafa Íslendingar verið ánægðir með finna svona notalegt, gamaldags kaffihús og ekki bara bensínstöðvar á ferðalagi þeirra", segir Janne Kristenssen annar vertinn í Simbahöll. Mikið verður um að vera um helgina sem er jafnframt síðasta opnunarhelgi sumarsins.
Á laugardagskvöld syngur og spilar trúbadorinn Guðrún Sigþórsdóttir frá kl. 22. Á sunnudag framleiðir Guðmundur Ingvarsson ljúfa harmónikkutónleika frá kl. 14-15.30. Yfir helgina verður einnig í boði súpa, kökur, belgískar vöfflur, kaffi, heitt súkkulaði og ýmislegt annað góðgæti. „Við þökkum öllum sem hafa komið til okkar í sumar. Nú er bara að vinna meira og opna svo aftur næsta sumar", segir Janne.
Á laugardagskvöld syngur og spilar trúbadorinn Guðrún Sigþórsdóttir frá kl. 22. Á sunnudag framleiðir Guðmundur Ingvarsson ljúfa harmónikkutónleika frá kl. 14-15.30. Yfir helgina verður einnig í boði súpa, kökur, belgískar vöfflur, kaffi, heitt súkkulaði og ýmislegt annað góðgæti. „Við þökkum öllum sem hafa komið til okkar í sumar. Nú er bara að vinna meira og opna svo aftur næsta sumar", segir Janne.