16.08.2009 - 12:00 | bb.is
Sundlaugin á Þingeyri lokuð vegna orkuskorts
Sundlaugin á Þingeyri verður lokuð í þrjá daga frá og með 18. ágúst. Sundlaugin opnar aftur föstudaginn 21. ágúst. Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ segir að sundlaugin verði lokað „af óviðráðanlegum orsökum." Jóhann Bæring Gunnarsson, umsjónarmaður eigna hjá Ísafjarðarbæ sagði að lokunin væri vegna orkuskorts. „Þetta er árlegur viðburður yfirleitt í ágúst því Orkustofnun tekur Vesturlínu út einu sinni á ári vegna viðhalds." Lokunin hefur ekki áhrif á opnunartíma Sundhallarinnar á Ísafirði eða aðrar laugar í rekstri Ísafjarðarbæjar