A A A
  • 2001 - Gabriel Kristmar
17.12.2010 - 01:36 | Tilkynning

Jólaball og tónleikar

Útgátutónleikar Karlakórsins Ernis hefjast kl. 20:00 í kvöld
Útgátutónleikar Karlakórsins Ernis hefjast kl. 20:00 í kvöld
Nú fer að líða að jólaballi Höfrungs sem verður þann 28. desember klukkan 16.00. Það væri ljúft ef einhverjir sjálfboðaliðar gætu gefið kost á sér við undirbúning og vinnu á jólaballinu. Hægt er að hafa samband við Guðrúnu Snæbjörgu í síma 866- 4269, gudrun75@simnet.is eða Sigmund 863-4235, sigmfth@simnet.is. Svo minnum við á tónleikana með karlakórnum Erni sem verða í félagsheimillinu á föstudaginn 17. desember klukkan 20.00.
Allir velkomnir - Fyllum húsið Dýrfirðingar!

F.h Höfrungs
Guðrún Snæbjörg
13.12.2010 - 22:52 | SÞ

Góð stemming á Söndum

Meiri áhugi var á stafafuru
Meiri áhugi var á stafafuru
Sunnudaginn 12. desember bauð Skógræktarfélad Dýrafjarðar áhugasömum að koma í skógræktina á Söndum og uppskera jólatré. Góður áhugi var á þessu og talverð umerð á svæðið enda veður gott. Meiri áhugi virðist vera á stafafuru fremur en sitkagreni og var 2/3 seldra trjáa af þeirri tegund.
Skógræktarfélag Dýrafjarðar þakkar stuðning á árinu og óskar öllum gleðilegra jóla!
13.12.2010 - 22:49 | bb.is

Þrjú verkefni fengu milljón

Styrkþegar ásamt Jóni Jónssyni menningarfulltrúa að lokinni afhendingu styrkvilyrða
Styrkþegar ásamt Jóni Jónssyni menningarfulltrúa að lokinni afhendingu styrkvilyrða
Seinni styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2010 fór fram við hátíðlega athöfn á Melrakkasetrinu í Súðavík á laugardag. Flutt var tónlist og haldin erindi, Melrakkasetrið kynnt og skoðað, auk þess sem styrkvilyrði voru afhent og að boðið var upp á kaffi og með því á eftir. Umsóknir sem komu til afgreiðslu það þessu sinni voru 78 talsins, en alls fengu 30 verkefni stuðning að upphæð samtals 13.090.000 kr.Verkefnunum hefur þó fækkað um eitt, því einn styrkurinn var afþakkaður áður en til úthlutunar kom. Þrjú verkefni fengu milljón í styrk að þessu sinni. Tvö þeirra snúast um samstarf við stofnanir á landsvísu og út fyrir landsteinana og stórar norrænar samkomur á Vestfjörðum á næsta ári. Annars vegar var þar styrkur til Þjóðbúningafélags Vestfjarða til að standa fyrir norrænum handverkssumarbúðum á Þingeyri og hins vegar til Félags sagnaþula til að standa fyrir norrænu sagnaþingi, einnig á Þingeyri. Þriðja verkefnið sem fékk milljón að þessu sinni var Skrímslasetrið á Bíldudal fyrir vinnu að öðrum áfanga í sýningu setursins....
Meira
10.12.2010 - 02:24 | JÓH

Bókakynning Vestfirska forlagsins

Finnbogi Hermannsson les upp á Cafe Catalina.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason
Finnbogi Hermannsson les upp á Cafe Catalina. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason
Árviss úgáfuhátíð Vestfirska forlagsins sunnan heiða verður á Veitingahúsinu Cafe Catalina að Hamraborg 11 í Kópavogi þriðjudaginn 14. desember og hefst kl. 20:00

Eftirtaldar bækur verða kynntar:
Hafliði Magnússon kynnir og les Frá Bjargtöngum að Djúpi - Nýr flokkur. 3. bindi. Ritstj. Hallgrímur Sveinsson Hér er fjallað um vestfirskt mannlíf að fornu og nýju. Bókaflokkur sem er fyrir löngu búinn að vinna sér sess.

Jóhann Diego Arnórsson les Undir miðnætursól. - Amerískir lúðuveiðarar við Ísland 1884-1897 eftir Jóhann Diego Arnórsson. Bókin fjallar um lúðuveiðar Ameríkana hér við land á árabilinu1884-1897. Þeir höfðu bækistöð á Þingeyri og var þar oft líflegt á þessum árum þegar allt að 230 Ameríkanar gengu þar um stíga. Undirstöðurit um lítt kunnan þátt í Íslandssögunni. Hér er sagan sögð frá hinni hliðinni....
Meira
10.12.2010 - 02:16 | JÓH

Karlakórinn Ernir gefur út jólaplötu

Karlakórinn Ernir
Karlakórinn Ernir
Jóla- og útgáfutónleikar Karlakórsins Ernis verða haldnir í Félagsheimilinu á Þingeyri föstudaginn 17.desember. Karlakórinn fagnar útgáfu nýrrar jólaplötu sem ber titilinn Jólin alls staðar, og geymir nítján jólalög og hátíðarsálma í nýjum útsetningum. Guðrún Jónsdóttir sópransöngkona syngur einsöng á plötunni auk þess sem fjöldi hljóðfæraleikara leggur kórnum lið. Platan er seld í einkasölu hjá kórmeðlimum og kostar 2500 krónur.
Karlakórinn mun einnig syngja í Ísafjarðarkirkju þann 19.desember en nánari upplýsingar má finna á heimasíðu kórsins. Hér er einnig hægt að hlusta á lag af nýja disknum.
07.12.2010 - 10:34 | Tilkynning

Jólatréð 2010 á Söndum

Boðið verður upp á að höggva eigið jólatré næstkomandi sunnudag
Boðið verður upp á að höggva eigið jólatré næstkomandi sunnudag
Skógræktarfélagi Dýrafjarðar er ljúft að tilkynna að sunnudaginn 12. desember milli kl. 13:00 og 15:00 gefst fólki kostur á að höggva sér jólatré í skógarreit félagsins á Söndum, TOYOTA - svæði. Einnig geta menn klippt skraut greinar. Í boði er sitkagreni og stafafura og hvert tré kostar 4.000 kr. -staðgreitt í seðlum. Búið verður að merkja tré sem má taka en menn þurfa að hafa sög meðferðis.
Aðkoma að svæðinu er af Brekkuhálsi, einnig hægt að aka hesthúsamegin frá. Ef það snjóar á föstudag/laugardag getur vegur verið erfiður öðrum en jeppum.

 

Heitt kakó og piparkökur á staðnum.

Íslenskt - auðvitað !
Skógræktarfélag Dýrafjarðar

07.12.2010 - 10:31 | bb.is

Simbahöllin opin fram að jólum

Simbahöllin er staðsett í einu elsta húsi Þingeyrar
Simbahöllin er staðsett í einu elsta húsi Þingeyrar
Kaffihúsið Simbahöllin á Þingeyri verður opið alla aðventu sunnudaga í desember frá kl. 14-19. Boðið verður upp á jólaglögg, eplaskífur, belgískar vöfflur, kökur, kaffi, heitt súkkulaði og fleira. Að því er segir í tilkynningu verður einnig boðið upp á jólastemmningu og harmonikkutónlist. Simbahöllin var opnuð á síðasta ári eftir töluverðar endurbætur á húsinu, sem er eitt elsta hús Þingeyrar. Sigmundur Jónsson kaupmaður reisti það árið 1916 og rak þar lengi fjölbreytta verslun. Hafði húsið verið í niðurníðslu er nýir eigendur hófust handa við að breyta því í kaffihús og menningarmiðstöð þar sem tónleikar, myndlistasýningar og ljóðalestur fara fram.
19.11.2010 - 13:52 | bb.is

Töluvert álag á Dynjanda

Dynjandi er stærsti og tilkomumesti foss Vestfjarða.
Dynjandi er stærsti og tilkomumesti foss Vestfjarða.
Dynjandi í Arnarfirði er á lista hjá Umhverfisstofnun yfir svæði sem stofnunin telur að séu undir töluverðu álagi og þurfi að fylgjast vel með og bregðast við á ýmsan hátt. Svæðið dregur að sér mikið af ferðamönnum enda stærsti og tilkomumesti foss Vestfjarða eins og segir í yfirlitinu. Veikleikar eru að innviðir svæðisins er ábótavant ef miðað er við þann fjölda fólks sem þangað kemur. Þó nokkur átroðningur er á svæðinu. Ógnir sem steðja að svæðinu eru þær að mikill fjöldi fólks sem gengur um svæðið og takmarkaðir innviðir til að taka á móti fólkinu. Eftirlit með svæðinu er afar lítið....
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31