A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
10.12.2010 - 02:24 | JÓH

Bókakynning Vestfirska forlagsins

Finnbogi Hermannsson les upp á Cafe Catalina.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason
Finnbogi Hermannsson les upp á Cafe Catalina. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason
Árviss úgáfuhátíð Vestfirska forlagsins sunnan heiða verður á Veitingahúsinu Cafe Catalina að Hamraborg 11 í Kópavogi þriðjudaginn 14. desember og hefst kl. 20:00

 

Eftirtaldar bækur verða kynntar:

 

Hafliði Magnússon kynnir og les

Frá Bjargtöngum að Djúpi - Nýr flokkur. 3. bindi.

Ritstj. Hallgrímur Sveinsson

Hér er fjallað um vestfirskt mannlíf að fornu og nýju. Bókaflokkur sem er fyrir löngu búinn að vinna sér sess...

--------------------------

Jóhann Diego Arnórsson les

Undir miðnætursól. - Amerískir lúðuveiðarar við Ísland 1884-1897

Eftir Jóhann Diego Arnórsson

Bókin fjallar um lúðuveiðar Ameríkana hér við land á árabilinu1884-1897. Þeir höfðu bækistöð á Þingeyri og var þar oft líflegt á þessum árum þegar allt að 230 Ameríkanar gengu þar um stíga. Undirstöðurit um lítt kunnan þátt í Íslandssögunni. Hér er sagan sögð frá hinni hliðinni.

------------------------

Jón Pétursson les

Jón lögga - Eftir Jón Pétursson.

Jón Pétursson var einn af fræknustu og fjölhæfustu íþróttamönnum landsins, kallaður Jón hástökkvari. Lögregluþjónn var Jón í Reykjavík í áratugi. Lýsingar hans á aðbúnaði lögreglumanna í gömlu lögreglustöðinni og ýmsum samstarfsmönnum þar eru fágætar. Hann fer á kostum í lýsingu sinni á Hafnarstrætisrónunum, drykkjumenningu borgarinnar og AA samtökunum og svona má lengi telja. Hér skrifar maður sem aldrei hefur gefið neitt út eftir sig áður á bók. Stíll hans er þó slíkur að undrun vekur.

--------------------------------------------

Finnbogi Hermannsson les

Vestfirskar konur í blíðu og stríðu - 1. bók

Finnbogi Hermannsson tók saman.

Hvar eru konurnar í Bókunum að vestan? Svarið er að þær eru skrifaðar að mestu af körlum um karla, en konurnar halda sig til hlés eða eru kannski bak við eldavélina! Þessi bók er gefin út til heiðurs vestfirskum konum. Vonandi koma fleiri á eftir.

---------------------------------------

Rúnar Kristjánsson les

Hjartað slær til vinstri -Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ

Eftir Rúnar Kristjánsson

Hjartað slær til vinstri er ósvikin íslensk saga sem segir frá veröld sem var og margir muna enn. Hún gæti hafa gerst hvar sem er á Íslandi til sjávar og sveita um og upp úr 1960. Margir munu kannast við Kalla í Nesbæ í sjálfum sér.

-------------------------------

Jón Hjartarson les

Fyrir miðjum firði. Myndbrot frá liðinni öld.

Eftir Jón Hjartarson.

Höfundur segir:

„Ég á tvær afastúlkur, Snædísi Rán og Áslaugu Ýri sem eru með samsetta sjón- og heyrnarskerðingu auk þess að vera bundnar við hjólastól. Við Snædís, sú eldri, erum miklir vinir og þegar heyrnarskerðingin og sjónskerðingin ásamt lömuninni fór að herja á misstum við talsambandið þar sem ég kann ekki táknmál. Þetta varð okkur mikið áfall.Til að halda tengslum fór ég að skrifa til hennar frásagnir af því hvernig ég hafði það þegar ég var að alast upp fyrir vestan, og smám saman varð til lítil bók sem hér birtist. Hér segir frá aðstæðum í sveitinni, viðhorfum sveitamannsins til hlutanna, hugsunarhætti og ýmsum atburðum sem áttu sér stað."

---------------------------------

Tónlistaratriði:

Lýður Árnason, þingmaður Stjórnlagaþings, frá Flateyri og félagar sjá um
tónlistarflutning.

Ólafur Sæmundsson frá Patreksfirði flytur gamanmál.

 

Samkoman hefst kl 20:00
Allir hjartanlega velkomnir!

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31