19.11.2010 - 13:52 | bb.is
Töluvert álag á Dynjanda
Dynjandi í Arnarfirði er á lista hjá Umhverfisstofnun yfir svæði sem stofnunin telur að séu undir töluverðu álagi og þurfi að fylgjast vel með og bregðast við á ýmsan hátt. Svæðið dregur að sér mikið af ferðamönnum enda stærsti og tilkomumesti foss Vestfjarða eins og segir í yfirlitinu. Veikleikar eru að innviðir svæðisins er ábótavant ef miðað er við þann fjölda fólks sem þangað kemur. Þó nokkur átroðningur er á svæðinu. Ógnir sem steðja að svæðinu eru þær að mikill fjöldi fólks sem gengur um svæðið og takmarkaðir innviðir til að taka á móti fólkinu. Eftirlit með svæðinu er afar lítið.
Hætta er á að svæðið verði traðkað út og að fólk gangi eftir óskipulögðum hætti um svæðið. Öryggismálum er ábótavant. Þá telur Umhverfisstofnun að tækifæri svæðisins felist í gerð verndaráætlunar og gerð viðvörunar- og fræðsluskilta. Auk þess sem efla þarf landvörslu en landvörður í Vatnsfirði fer aðeins einstaka ferðir að Dynjanda.
Umhverfisstofnun tók saman að beiðni umhverfisráðuneytisins yfirlit um ástand friðlýstra svæða sem eru undir miklu álagi og hlúa þarf að. Níu svæði eru sett á svonefndan rauðan lista og átta svæði á appelsínugulan. Aðferðarfræðin sem notuð er við að byggja listann upp er svokölluð SVÓT aðferðarfræði þar sem greindir eru styrkleikar, veikleikar, ógnir og tækifæri viðkomandi svæðis.
Með styrkleika er átt við verndargildi/verndarandlag viðkomandi svæðis, með veikleika er átt við hvaða þættir eða svæði innan svæðisins er mest hætta á að verndargildi skerðist, með ógnum er átt við þær ógnir sem steðja að viðkomandi svæði og að síðustu eru tækifærin eða hvernig bregðast megi við viðkomandi ógnum.
Hætta er á að svæðið verði traðkað út og að fólk gangi eftir óskipulögðum hætti um svæðið. Öryggismálum er ábótavant. Þá telur Umhverfisstofnun að tækifæri svæðisins felist í gerð verndaráætlunar og gerð viðvörunar- og fræðsluskilta. Auk þess sem efla þarf landvörslu en landvörður í Vatnsfirði fer aðeins einstaka ferðir að Dynjanda.
Umhverfisstofnun tók saman að beiðni umhverfisráðuneytisins yfirlit um ástand friðlýstra svæða sem eru undir miklu álagi og hlúa þarf að. Níu svæði eru sett á svonefndan rauðan lista og átta svæði á appelsínugulan. Aðferðarfræðin sem notuð er við að byggja listann upp er svokölluð SVÓT aðferðarfræði þar sem greindir eru styrkleikar, veikleikar, ógnir og tækifæri viðkomandi svæðis.
Með styrkleika er átt við verndargildi/verndarandlag viðkomandi svæðis, með veikleika er átt við hvaða þættir eða svæði innan svæðisins er mest hætta á að verndargildi skerðist, með ógnum er átt við þær ógnir sem steðja að viðkomandi svæði og að síðustu eru tækifærin eða hvernig bregðast megi við viðkomandi ógnum.