A A A
  • 1950 - Miroslaw Majewski
15.01.2011 - 19:12 | JÓH

Þorrablót 2011

Frá þorrablóti á Þingeyri. Mynd: Páll Önundarson/bb.is
Frá þorrablóti á Þingeyri. Mynd: Páll Önundarson/bb.is
Þorrablót slysavarnardeildarinnar Varnar á Þingeyri verður haldið í Félagsheimilinu næstkomandi laugardag, 29. janúar.  Verður það með svipuðu sniði eins og undanfarin ár; þorrahlaðborð, skemmtiatriði og ball á eftir. Gengið verður í hús og teknar niður skráningar í næstu viku. Þeir sem eru brottfluttir eða búa ekki á staðnum geta skráð sig á þorrablótið hjá Jóni Sig. í síma 846 6397. Nánari auglýsing kemur fljótlega.


Sýningin verður 23. janúar í Félagsheimilinu
Sýningin verður 23. janúar í Félagsheimilinu
Kómedíuleikhúsið, í samstarfi við Lýðveldisleikhúsið, hefur að nýju sýningar á hinni svívirðilegu skemmtun og svörtu kómedíu Síðasti dagur Sveins skotta. Tvær sýningar verða í Edinborgarhúsinu; sú fyrri á bóndadag föstudaginn 21.janúar og einnig daginn eftir, báðar sýningarnar hefjast kl. 20. Á sunnudag 23. janúar verður leikurinn sýndur í Félagsheimilinu á Þingeyri kl.20. Miðasala á allar sýningarnar hófst á þriðjudag í nýjum miðasölusíma Kómedíuleikhússins 450 5565. Miðaverð á Síðasta dag Sveins skotta er aðeins 2.500.- kr....
Meira
12.01.2011 - 17:30 | bb.is

Smíðar langspil á Þingeyri

Jón Sigurðsson á Þingeyri með langspil sem hann er með í smíðum
Jón Sigurðsson á Þingeyri með langspil sem hann er með í smíðum
Fjallað var um þúsundþjalasmiðinn Jón Sigurðsson frá Þingeyri í sjónvarpsþættinum Landanum síðastliðið sunnudagskvöld. Jón hefur komið sér upp aðstöðu í bílskúr á Þingeyri þar sem hann smíðar langspil, hina fornu íslensku fiðlu, og fleiri fágæt hljóðfæri í frístundum. Í þættinum var rætt við Jón og sýndi hann áhorfendum hvernig hann ber sig við hljóðfærasmíðina. Þá léku hjónin Marta Guðrún Halldórsdóttir og Ernir Magnússon á langspil og sungu undir kvæðalag af Norðurlandi.
08.01.2011 - 23:52 | JÓH

Þrettándanum fagnað

Þessir álfar voru mættir til að syngja og þiggja gotterí fyrir. Mynd: JÓH
Þessir álfar voru mættir til að syngja og þiggja gotterí fyrir. Mynd: JÓH
« 1 af 2 »
Um 150 manns voru samankomnir á Víkingasvæðinu fyrr í kvöld til að taka þátt í þrettándagleði á vegum björgunarsveitarinnar Dýra og íþróttafélagsins Höfrungs. Skemmtunin hófst á Brekkugötu en þaðan gekk hópurinn með blys við undirspil Harmonikkukarlanna og Lóu. Á Víkingasvæðinu var gestunum boðið upp á heitt kakó og kleinur á meðan þeir yljuðu sér við langeld og hlýddu á tónlist. Að lokum stóð Björgunarsveitin fyrir veglegri flugeldasýningu.
Sú hefð hefur skapast á Þingeyri að börn gangi grímukædd í hús á þrettándanum og syngi í skiptum fyrir sælgæti, og á því var engin undantekning í ár. Mátti sjá margs konar kynjaverur á gangi um eyrina enda veður með eindæmum gott.
Nokkrar myndir frá kvöldinu má finna hér og einnig á heimasíðu Davíðs Davíðssonar.
06.01.2011 - 22:30 | JÓH

Álfar á kreiki

Þessir flottu álfar voru á ferðinni í Aðalstrætinu. Mynd: JÓH
Þessir flottu álfar voru á ferðinni í Aðalstrætinu. Mynd: JÓH
Þrátt fyrir að þrettándagleðinni hafi verið frestað vegna veðurs voru nokkrir álfar sem létu tæplega 10 stiga frost og snjókomu ekkert á sig fá. Hefð er fyrir því að börn á Þingeyri gangi grímuklædd í hús á síðasta degi jóla og syngi fyrir íbúana í skiptum fyrir gotterí. Nokkrar álfamyndir til viðbótar má finna hér.
06.01.2011 - 11:45 | JÓH

Þrettándagleði frestað vegna veðurs

Hefð er fyrir því að börnin gangi grímuklædd í hús á þrettándanum og syngi í skiptum fyrir sælgæti. Mynd: Nanna Björk
Hefð er fyrir því að börnin gangi grímuklædd í hús á þrettándanum og syngi í skiptum fyrir sælgæti. Mynd: Nanna Björk
Fyrirhugaðri þrettándagleði Björgunarsveitarinnar Dýra og Íþróttafélagsins Höfrungs hefur verið frestað til laugardagsins 8. janúar. Á laugardaginn hefst dagskráin kl. 17:00, innst á Brekkugötu en þar verða seldir kyndlar á vægu verði. Athugið að aðeins þeir sem eru 10 ára og eldri fá leyfi til að vera með kyndla. Að venju verður gengið frá Brekkugötunni og á Víkingasvæðið þar sem kveiktur verður langeldur og sungið. Að sjálfsögðu verða harmonikkur með í spilinu og nú einnig gítar. Samkoman endar svo með flugeldasýningu. Vonast er til að þeir álfar sem eru á ferðinni á þrettándanum mæti í sínum fínu fötum sem fyrr, og heiðri okkur með nærveru sinni.

05.01.2011 - 12:29 | JÓH

Jólatónleikar í kvöld

Karlakórinn Ernir
Karlakórinn Ernir
Jóla- og útgáfutónleikar karlakórsins Ernis verða haldnir í Félagsheimilinu á Þingeyri kl. 20 í kvöld, 5. janúar. Karlakórinn fagnar útgáfu nýrrar jólaplötu sem ber titilinn Jólin alls staðar og geymir nítján jólalög og hátíðarsálma í nýjum útsetningum. Guðrún Jónsdóttir sópransöngkona syngur einsöng á plötunni auk þess sem fjöldi hljóðfæraleikara leggur kórnum lið. Platan er seld í einkasölu hjá kórmeðlimum og á tónleikunum, og kostar 2500 krónur.
Aðgangur á tónleikana í kvöld er ókeypis.
05.01.2011 - 12:15 | bb.is

Nýtt fyrirkomulag sorpmála

Frekari breytingar verða gerðar á sorphriðu frá heimilum þegar líður að vori.
Frekari breytingar verða gerðar á sorphriðu frá heimilum þegar líður að vori.
Nýr rekstraraðili, Kubbur ehf., hefur tekið við sorphirðu og -eyðingu og rekstri gámastöðva í Ísafjarðarbæ. Í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum segir að búast megi við millibils ástandi í sorpmálum sem gæti varað í nokkra daga á meðan nýr aðili nær tökum á verkefninu. Fólk er beðið um að sýna málinu skilning, en ef vart verður við verulega hnökra á fyrirkomulaginu er fólk beðið um að tilkynna slíkt til Einars Péturssonar, starfsmanns verktaka, í síma 456-3095....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31