A A A
  • 1950 - Miroslaw Majewski
02.02.2011 - 21:24 | Tilkynning

Sólarkaffi í Félagsheimilinu

Sólarkaffið er 6. febrúar
Sólarkaffið er 6. febrúar
Nemendur í 7. og 8. bekk Grunnskólans á Þingeyri ætla að halda Sólarkaffi í Félagsheimilinu sunnudaginn 6. febrúar frá kl. 15:00 - 17:00. Frítt er fyrir börn á leikskólaaldri, 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri og 1000 kr. fyrir fullorðna (Posi er á staðnum).
Sjáumst og komum með brosið breitt!
Kveða, 7. og 8. bekkur

31.01.2011 - 23:00 | Tilkynning

Dansnámskeið að hefjast í Félagsheimilinu

Línudans á Dýrafjarðardögum. Mynd: Davíð Davíðsson
Línudans á Dýrafjarðardögum. Mynd: Davíð Davíðsson

Tíu vikna dansnámskeið hefjast föstudagskvöldið 4. febrúar kl. 20.00 og verða næstu 10 föstudagskvöld í Félagsheimilinu á Þingeyri. Þeir sem þegar hafa skráð sig á hjóna- og paranámskeið mæti þá, og enn er nóg pláss fyrir aðra sem hafa áhuga - ef einhverjir stakir hafa áhuga, þá endilega mætið og athugið hvort ekki verða fleiri stakir...
Línudansnámskeið hefst einnig föstudagskvöldið 4. febrúar kl. 19.00 í Félagsheimilinu.
Komum saman og dönsum, stök eða í pörum, en umfram allt höfum gaman. Allir velkomnir!
Eva dans og aðrir áhugamenn

Frá heimsókninni
Frá heimsókninni
Tvær eistneskar tónlistarkonur heimsóttu grunnskólabörn á Þingeyri á föstudag en með þeim léku vinir þeirra, tónlistarhjónin Krista og Raivo Sildoja, sem búsett eru á Þingeyri. Konurnar eru þessa dagana á kynnisferð um Ísland. Í heimsókninni í skólann var leikið á ýmis þjóðarhljóðfæri Eistlendinga svo sem kannel, hiiu kannel. Torupill (sekkjapípa), parmupill (gyðingaharpa) og fiðlu. Eistnesku tónlistarkonurnar Leanne Barbo og Marju Varblane hafa leikið þjóðlagatónlist og lagt stund á þjóðdansa síðustu 10 ár og nú eru þær á ferð um Ísland til að kynna sér íslenskar hefðir og jafnframt kynna hefðir sins lands. Þjóðlegur söngur, hljóðfæraleikur og dans eru afar ríkir þættir í eistneskri menningu og sjálfstæðisbarátta Eistlendinga á árunum 1987-1991 hefur oft verið kölluð „Byltingin syngjandi."...
Meira
Agnes Sólmundsdóttir söng lagið Eftirsjá. Mynd: Jón Jónsson / strandir.is
Agnes Sólmundsdóttir söng lagið Eftirsjá. Mynd: Jón Jónsson / strandir.is
« 1 af 2 »
Ungmenni frá félagsmiðstöðinni á Þingeyri sigruðu söngkeppni Samfés á Vestfjörðum en keppnin var haldin í félagsheimilinu á Hólmavík í gærkvöldi. Það var Agnes Sólmundsdóttir sem söng lagið Eftirsjá en textann íslenskaði hún sjálf við lagið Apologize með hljómsveitinni One Republic. Agnes lék einnig á fiðlu en auk hennar spilaði Arnar Logi Hákonarson á gítar og Patrekur Ísak Steinarsson á trommur. Hópurinn mun því keppa fyrir hönd Vestfjarða í lokakeppninni sem fer fram í byrjun mars.

Samfés eru samtök félagsmiðstöðva á Íslandi og ár hvert eru haldnar söngkeppnir í hverjum landshluta til að fá úr því skorið hvaða 30 lög taka þátt í lokakeppninni. Söngkeppnin á Hólmavík þótti heppnast afar vel en alls voru flutt 10 söngatriði. Myndir frá gærkvöldinu má sjá hér á heimasíðu Strandamanna.
Þingeyrarvefurinn óskar sínu fólki innilega til hamingju með þennan stórglæsilega árangur!
27.01.2011 - 22:50 | Tilkynning

Þorrablót 2011

Frá þorrablóti á Þingeyri. Mynd: Páll Önundarson/bb.is
Frá þorrablóti á Þingeyri. Mynd: Páll Önundarson/bb.is
Nú fer að líða að þorrablótinu okkar, verður það í Félagsheimilinu laugardaginn  29. janúar. Í ár er boðið uppá hlaðborð að hætti bræðranna á Núpi og ættu allir að finna eitthvað við hæfi. Á borðum verður hefðbundinn þorramatur. Veislustjóri verður Gunnlaugur Dan Ólafsson og skemmtiatriði verða á sínum stað. Að loknu borðhaldi verður stiginn dans fram eftir nóttu og munu félagarnir Bjarni og Stefán frá Hólmavík sjá um fjörið. Forsala aðgöngumiða verður föstudaginn 28. janúar  frá 19:00 - 21:00....
Meira
20.01.2011 - 02:38 | JÓH

Hefur þú áhuga á söng eða dansi?

Kóræfingar eru á miðvikudagskvöldum kl. 20:00
Kóræfingar eru á miðvikudagskvöldum kl. 20:00
Kirkjukór Þingeyrar auglýsir eftir kórfélögum til að taka þátt í því skemmtilega starfi sem þar fer fram. Framundan í söngstarfinu er meðal annars 100 ára afmæli Þingeyrarkirkju, söngleikur, og hátíð á Hrafnseyri í tilefni 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Að auki eru ýmsar aðrar uppákomur í kringum páskana, sjómannadaginn og fleira. Æft er öll miðvikudagskvöld kl. 20:00 undir stjórn Kristu Sildoja og eru allir söngáhugamenn hvattir til að mæta.

Áætlað er að halda 10 vikna dansnámskeið á Þingeyri frá og með 4. febrúar. Enn vantar örfá pör í samkvæmisdansana og einnig er laus í línudansinn. Ef næg þátttaka fæst verða námskeiðin haldin á föstudagskvöldum í Félagsheimilinu. Skráning á námskeiðin eru hjá Evu Friðþjófsdóttur danskennara í síma 866-2242 eða á netfanginu evafridthjofs@gmail.com.

20.01.2011 - 02:28 | JÓH

Stormur 40 ára í sumar

Meðaldalur í Dýrafirði
Meðaldalur í Dýrafirði
Það er komin dagsetning á félagsmótið (Afmælismót) Storms í sumar. Mótið verður haldið dagana 15 og 16 júlí 2011 á glæsilegu félagssvæði Storms á Söndum í Dýrafirði. Mótshaldarar hafa pantað sérstaklega gott veður þessa daga, og er því tilvalið að ungir sem aldnir taki þessa helgi frá og mæti í fjörið, hvort heldur sem fólk er að mæta með hross í keppni eða horfa, og notfæra sér gott tjaldsvæði sem félagið hefur upp á að bjóða. Frá þessu er sagt á heimasíðu Hestamannafélagsins Storms.
17.01.2011 - 23:48 | Tilkynning

Íbúafundur í Félagsheimilinu

Frá íbúafundi fyrr í vetur. Mynd: bb.is
Frá íbúafundi fyrr í vetur. Mynd: bb.is
Íbúafundur verður í Félagsheimilinu þriðjudaginn 18. janúar klukkan 20:30. Fundarefni: framtíð íbúasamtakanna, sorp- og mengunarmál, og önnur mál. Væntanlega munu Eiríkur Finnur Greipsson og Daníel Jakobson bæjarstjóri sitja fundinn. Mætum öll,
Stjórnin.

Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31