28.03.2011 - 22:02 | bb.is
Stúlkurnar tíu sem tóku þátt í keppninni. Mynd: bb.is
Stúlkurnar í fyrstu þremur sætunum. F.v. Karen Lind Richardsdóttir, Ingunn Fanney Hauksdóttir og Bylgja Dröfn Dal Magnúsdóttir. Mymd: bb.is
Ingunn Fanney Hauksdóttir, 19 ára mær frá Ísafirði, var krýnd ungfrú Vestfirðir í Félagsheimilinu í Hnífsdal á laugardag. Ingunn Fanney býr um þessar mundir í Keflavík ásamt foreldrum sínum og stundar nám á viðskiptafræðibraut við Verzlunarskóla Íslands. Það var Gréta María Kristinsdóttir, Ungfrú Vestfirðir 2007, sem krýndi Ingunni Fanney.
Karen Lind Richardsdóttir, 21 árs frá Þingeyri, varð í öðru sæti og Bylgja Dröfn Dal Magnúsdóttir, 19 ára frá Ísafirði, varð í þriðja sæti. Inga Sif Ingvadóttir, 20 ára frá Suðureyri, var valin vinsælasta stúlkan í kosningu sem fór fram meðal keppenda. Þá var Rósey Ósk Stefánsdóttir, frá Ísafirði, kjörin ljósmyndafyrirsæta,
Erla Sighvatsdóttir, frá Dýrafirði, sportstúlkan og fegurðardrottningin sjálf var einnig kjörin netstúlkan....
Meira