05.05.2011 - 12:42 | Tilkynning
Dagur harmonikkunnar
Höldum upp á harmonikkudaginn, sunnudaginn 8. maí, í félagsheimilinu á Þingeyri. Harmonikkutónar, fiðlutónar, ásamt aðstoðarhljóðfæraleikurum. Kvenfélagskonur verða með kaffi og rjómavöfflur á vægu verði. Dagskráin hefst kl. 15:00 og stendur til 17:00. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Harmonikkukarlarnir Lóa og Líni.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Harmonikkukarlarnir Lóa og Líni.