10.05.2011 - 23:17 | JÓH
Hvanndalsbræður á Dýrafjarðardögum
Undirbúningur fyrir Dýrafjarðardaga er nú í fullum gangi enda styttist óðum í hátíðina. Hljómsveitin Hvanndalsbræður hefur staðfest komu sína og munu halda uppi fjörinu á kvöldvökunni á laugardagskvöldinu og í Félagsheimilinu seinna um kvöldið, en Dýrafjarðardagar verða venju samkvæmt fyrstu helgina í júlí. Fastir liðir eins og súpa í garði, strandblaksmót, hoppukastalar og fleira skemmtilegt eru á dagskránni og er hátíðargestum bent á að fylgjast með Dýrafjarðardögum á Facebook, og hér á Þingeyrarvefnum. Þemalitur hátíðarinnar í ár verður sá sami og í fyrra, eða limegrænn. Þeir sem vilja koma fram á Dýrafjarðardögum, eða hafa hugmyndir um hvað þeir myndu vilja sjá á hátíðinni er bent á að hafa samband við Ernu á netfangið erh9@hi.is.
La la Lagið með Hvanndalsbræðrum
La la Lagið með Hvanndalsbræðrum