A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
01.06.2011 - 09:43 | JÓH

Höfrungur fær nýja búninga

Íþróttafélagið Höfrungur í nýju búningunum. Myndin er tekin eftir leik Höfrungs í Valitor bikarnum 1.maí. Mynd: Fríða Dögg Ragnarsdóttir.
Íþróttafélagið Höfrungur í nýju búningunum. Myndin er tekin eftir leik Höfrungs í Valitor bikarnum 1.maí. Mynd: Fríða Dögg Ragnarsdóttir.
« 1 af 2 »
Síðastliðinn vetur hóf íþróttafélagið Höfrungur fjáröflun til að geta keypt íþróttafatnað fyrir félagsmenn. Helgi Snær Ragnarsson, sem unnið hefur að kaupum íþróttabúninganna fyrir hönd Höfrungs, segir að margir hafi haft ákveðnar skoðanir á litavalinu. Fánalitirnir, auk höfrungsins, eru félagsmerki Höfrungs og þótti við hæfi að hafa búningana í samræmi við það. Því eru búningarnir í svipuðum litum og búningarnir sem félagið átti fyrir, en þeir voru keyptir í kringum 1980.

 

Styrktaraðilar búninganna eru Hótel Núpur, Landsbankinn (áður SpKef), Fiskvinnslan Vísir og veitingastaðurinn Caruso. Það var fyrirtækið Henson sem sá um hönnun fótboltabúninganna en það vinnur einnig að hönnun blakbúninga fyrir félagið. Íþróttafélagið Höfrungur vill koma á framfæri kæru þakklæti til þessara fyrirtækja, fyrir veittan stuðning og gott samstarf.

Hægt er að panta búninga hjá Helga Snæ á netfangið helgi2385@visir.is og hjá Sigmundi á netfangið sigmfth@simnet.is.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31