11.12.2011 - 09:16 | JÓH
Liðlega hundrað tónleikagestir
Liðlega hundrað gestir mættu í Félagsheimilið í gær til að hlýða á árlegu jólatónleika karlakórisins Ernis. Tónleikar heppnuðust mjög vel og var góður rómur gerður af flutningnum. Mikil jólastemmning ríkti og var gleðilegt að sjá hversu margir tónlistagestir af yngri kynslóðinni voru á staðnum. Karlakórinn Ernir vill koma á framfæri þökkum fyrir vel sótta tónleika en næstu tónleikar þeirra, og jafnframt síðustu jólatónleikar kórsins, verða í Ísafjarðarkirkju kl. 16:00 í dag.