12.06.2012 - 17:46 | JÓH
Íþróttir á Dýrafjarðardögum
Íþróttafólk mun hafa í nógu að snúast á Dýrafjarðardögum því í ár fer fram bæði strandblaksmót og fótboltamót á Þingeyri. Skráning er nú þegar hafin á fótboltamótið en það verður haldið á Þingvelli laugardaginn 30. júní. Mótið hefst kl. 13 og er ætlað öllum 16 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að sex leikmenn séu í hverju liði, þar af einn skiptimaður. Skráning liða fer fram hjá Helga Snæ í síma 456-8101 eða á netfanginu helgi23ragnarsson@gmail.com. Þá verður annað stigamót Blaksambands Íslands í strandblaki haldið á strandblaksvöllunum við Íþróttamiðstöðina. Skráning í það fer fram á www.strandblak.is og þar má einnig sjá nánari upplýsingar um mótið.