A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf


Skútan Concord að leggja upp til lúðuveiða við Ísland.
.
Af lúðuveiðum frá Dýrafirði fyrir nákvæmlega 122 árum
.

Haustið 2010 út; hjá Vestfirska forlaginu á Þingeyri, bók sem heitir Undir miðnætursól - Amerískir lúðuveiðarar við Ísland 1884-1897 eftir Jóhann Diego Arnórsson. Saga lúðuveiðaranna er mikilvægur hluti af sögu Dýrafjarðar en Þingeyrar þó sérstaklega.

Í bók sinni rekur Jóhann Diego rækilega margt af því sem tengdist hinum amerísku lúðuveiðurum, störfum þeirra, afdrifum og örlögum.

Skipsbók lúðuveiðiskipsins Concord er afar fróðlegur kafli af mörgu merkilegu sem í bókinni er.

Hér má sjá þrjá daga úr skipsbókinni í júní árið 1890 fyrir nákæmlega 122 árum

  

Laugardagur 14. júní 1890.

 Við rerum út til að vitja og draga um klukkan sex í morgun. Lítið aflaðist, rétt

nóg til að beita upp á nýtt. Því vorum við komnir á skrið aftur um leið og allir voru

komnir um borð. Rétt í þann mund sem við vorum að komast á skrið datt hann í

dúnalogn. Um hádegi var veður eins og það gerist best, sama hvar í veröldinni það

er. Það var gjörsamlega dauður sjór og stillulogn og sólin var afar heit. Svona

nokkuð gerist einungis ef ekki gustar frá snjóþöktum strandfjöllunum eða

sjávarísbreiðunni sem kæla svo takmarkalaust beri vindinn þaðan.

Oft þarf að fara þrisvar-, fjórum sinnum eða jafnvel oftar út til að ná allri línunni inn.

Síðdegis blés hann upp og ýfðist sjór lítillega nærri Hornbjargi sem er um tíu

sjómílur frá okkur. Okkur barst sá kvittur frá skútumönnum sem voru á ferð nærri

slóð okkar, í um sex sjómílur út frá bjarginu, að lúðan ætti það til að bera til

veiðarfærin þeirra. Því létum við akkeri síga á þeim stað þegar við höfðum náð þangað um klukkan níu. Doríurnar reru svo út með þrjú bjóð hver og lögðu lóðir sínar þar til að kanna hverju það sætti, og ef vera kynni að skútumenn hefðu rétt

fyrir sér. Nú er vindur af norðaustri.

 

 Sunnudagur 15. júní 1890.

 Róið var út til að draga klukkan fjögur í morgun og höfðum við fimmtíu góða

fiska upp úr krafsinu og var það vísbending um aflavon. Hins vegar sýndi loftvog að

þrýstingur var fallandi og allt útlit fyrir að það færi að hvessa. Vindur stóð af austri.

Við tókum upp akkerið og létum okkur reka spölkorn eða þangað sem við

töldum vera veiðilegt og létum síga á ný. Á meðan rak beittum við á færin, biðum

svo stutta stund til að sjá hvað hann ætlaði að gera úr veðri. Loks rerum við út og

lögðum. Innan tveggja klukkustunda vorum við komnir út aftur og tókum allt upp og

voru allar doríurnar með góðan afla.

Skjótt fór að blása. Við hífðum því upp í skyndi og lögðum inn á Hornvíkina í var

Ég er alveg fastur á því að það sé góð aflavon einhvers staðar hér á þessum slóðum.

Á miðnætti var lagst við akkeri inni á víkinni.

 

 Mánudagur 16. júní 1890.

 Hér inni á víkinni hefur verið þokkalegasta veður í nótt. Hins vegar hefur ekki

verið nógu gott fyrir utan. Fyrir hádegið voru þrjár skútur til viðbótar komnar í var

hér inni á víkinni hjá okkar. Þá komu einnig tvö hákarlaskip mönnuð Íslendingum

inn á víkina. Þeir höfðu meðferðis talsvert af svartfuglseggjum sem þeir gátu selt

okkur. Við urðum samt að gæta vel að hver þeirra við tókum því mjög mörg þeirra

voru stropuð þó svo að þeir innfæddu ætu þau fiðruð og hvaðeina.
.
 

Lóðirnar dregnar. Komin full doría af vænni lúðu og enn er hluti veiðafæranna í sjó.

Oft þarf að fara þrisvar-, fjórum sinnum eða jafnvel oftar út til að ná allri línunni inn. 

Bókin er til sölu í bókaverslunum um land allt og  í netverslun Vestfirska forlagsins: -  www.vestfirska.is
 

 

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31