A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
21.01.2018 - 08:12 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Baldur á ný um Breiðafjörð

Breiðafjarðarferj­an Bald­ur.
Breiðafjarðarferj­an Bald­ur.

Stefnt er að því að Breiðafjarðarferj­an Bald­ur sigli sam­kvæmt áætl­un á mánu­dag, 22. janúar 2018, eft­ir tveggja mánaða frá­taf­ir vegna al­var­legra bil­ana í aðal­vél. Gunn­laug­ur Grett­is­son, fram­kvæmda­stjóri Sæ­ferða, seg­ist fagna því að þessi erfiði tími fyr­ir fyr­ir­tækið og viðskipta­vini þess virðist vera að baki. Hann seg­ir að kostnaður vegna viðgerða nemi tug­um millj­óna króna.

Í gær á að ræsa aðal­vél Bald­urs, í dag á að ljúka still­ing­um á vél­inni og fara í reynslu­sigl­ingu um Breiðafjörðinn. Skipið hef­ur legið í Stykk­is­hólmi síðan bil­un kom í ljós í aðal­vél að lok­inni ferð sunnu­dag­inn 19. nóv­em­ber. Meðal ann­ars gáfu leg­ur sig í vél­inni og við frek­ari at­hug­un kom í ljós að sveif­ar­ás­inn var ónýt­ur, en nýr sveif­ar­ás fékkst í Dan­mörku þangað sem flogið hafði verið með þann gamla til viðgerðar.

Að sögn Gunn­laugs hef­ur alls­herj­ar vél­ar­upp­tekt farið fram í Baldri, en tím­inn jafn­framt verið notaður til að mála, dúk­leggja og skipta um hrein­lætis­tæki á sal­ern­um skips­ins.

 

Sæ­rún fór í 20 ferðir

Í fjar­veru Bald­urs hef­ur farþega­bát­ur­inn Sæ­rún farið 20 ferðir til Flat­eyj­ar og í sjö þeirra alla leið upp á Brjáns­læk. Bil­un varð í Sæ­rúnu og var farþega­bát­ur­inn Íris SH leigður í eina ferð. Ef allt hefði verið með felldu hefði Bald­ur siglt sex daga í viku þessa tvo mánuði.

 

Á þess­um árs­tíma er minna en ella um flutn­inga á fólki og bíl­um með Baldri, en fiskút­flytj­end­ur reiða sig á sigl­ing­ar skips­ins þegar heiðar og háls­ar lokast. Gunn­laug­ur seg­ir að sem bet­ur fer hafi ekki oft verið ófært þenn­an tíma, en þó hafi komið dag­ar þar sem hafi verið kross­lokað með til­heyr­andi erfiðleik­um.


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31