A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
19.01.2018 - 19:52 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Vinur okkar Ómar Þorfinnur Ragnarsson

Ómar Þorfinnur Ragnarsson.
Ómar Þorfinnur Ragnarsson.
« 1 af 2 »

   Fáir einstaklingar hafa hitt íslenska þjóðarsál beint í hjartastað eins oft og Ómar Þorfinnur Ragnarsson. Fáir hafa verið slíkir baráttumenn fyrir Ísland á fjölmörgum sviðum og Ómar. Og fáir, ef nokkrir, hafa jafn oft og einlæglega bent þjóð sinni á það sem betur má fara. En alltaf á kurteisan og mannsæmandi hátt. Alltaf málefnalegur. Varla sýnt nokkrum manni aðra hlið en fulla virðingu og mannkærleika. Má vel kalla einsdæmi.   

    Er þá ónefndur gleðigjafinn Ómar. Þó hann hefði ekkert gert annað um ævina en halda uppi húmornum og gleðinni hjá samborgurum sínum, hefði það nægt til að skrá nafn hans gullnu letri í þjóðarsögunni. En sem betur fer er Ómar Ragnarsson ekki gallalaus maður. Hver er það á meðal vor? Sannleikurinn er sá að hann er óvanalega vel gerður maður á ótal sviðum. Hefur látið ótrúlega margt gott af sér leiða. Og Vestfirðingar til dæmis mega minnast þess, að fáir ef nokkrir hafa sagt umheiminum frá furðum Vestfjarða, bæði náttúru þeirra og mannlífi, á jafn lifandi og áhrifaríkan hátt og þessi Reykvíkingur.

   Það merkilega er, að hér er ekkert ofsagt um Ómar vin okkar. Frekar vansagt ef eitthvað er! Ætli megi ekki telja Ómar Þorfinn Ragnarsson einhvern fjölhæfasta og kærleiksríkasta Íslending fyrr og síðar?

 

 

Hallgrímur Sveinsson.


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31