A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
10.02.2018 - 08:22 | Kiriyama Family,International Talent Booking

Hlökkum til að spila fyrir fólk út um allan heim

Hljómsveitin -Kiriyama Family- Einn meðlima sveitarinnar; Víðir Björnsson á ræturnar að Felli í Dýrafirði. Ljósmynd/Hanna Siv Bjarnardóttir.
Hljómsveitin -Kiriyama Family- Einn meðlima sveitarinnar; Víðir Björnsson á ræturnar að Felli í Dýrafirði. Ljósmynd/Hanna Siv Bjarnardóttir.
« 1 af 4 »

Hljómsveitin Kiriyama Family hefur skrifað undir samning við bresku umboðsskrifstofuna International Talent Booking, eina stærstu umboðsskrifstofu Evrópu.

 

"Þetta þýðir í raun að við séum komin með fagmenn í okkar lið til þess að hjálpa okkur að spila á tónleikum og hátíðum erlendis. Þetta er allt á frumstigi eins og er en við gætum ekki verið ánægðari með þetta. Við hlökkum mikið til þess að stækka aðdáendahópinn okkar og spila fyrir fólk út um allan heim," sagði Víðir Björnsson, einn meðlima hljómsveitarinnar í samtali við sunnlenska.is.

 

Í tilkynningu frá umboðsskrifstofunni segir að Kiriyama Family sé ein þekktasta, en um leið dularfyllsta hljómsveit Íslands. Hún sameinar nostalgíska raftónlist níunda áratugarins og er tónlist sveitarinnar lýst sem þverskurði af snekkju-rokki, drauma-poppi og hljóðrás úr bíómynd með Jean Claude Van Damme. Meðlimir hljómsveitarinnar koma frá einangruðum stöðum í íslenska dreifbýlinu en eftir að hafa flutt í suðupottinn í höfuðborginni Reykjavík hefur sveitin sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum.

 

Hljómsveitin hefur heillað erlenda áhorfendur á Íslandi á undanförnum árum en nú er stórt sumar framundan hjá Kiriyama Family, sem mun ferðast um Evrópu og leika á tónlistahátíðum. Þá er von á þriðju breiðskífu hljómsveitarinnar í kjölfarið.

 

Kiriyama Family var í viðræðum við ITB í október á síðasta ári en lokaskrefin í samningagerðinni voru stigin eftir vel heppnaða frammistöðu hljómsveitarinnar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í vetur.

 

Umboðsmaður hljómsveitarinnar verður Barry Dickens, annar af stofnendum skrifstofunnar, en hann hefur meðal annars unnið með Tom Petty, Neil Young og The Who. Meðal listamanna sem eru á skrá hjá ITB eru Adele, Bob Dylan, Aerosmith og Paul Simon. 

sunnlenska.is

http://www.sunnlenska.is/eftir-8/21729.html



« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31