12.02.2018 - 11:10 | BLÁBANKINN á Þingeyri
Og lífið heldur áfram, um framhaldslíf Þingeyrarvefsins
Þingeyrarvefurinn hefur um langa hríð verið einstaklega fróðleg og skemmtileg fréttaveita og má þakka þeim Hallgrími Sveinssyni og Birni Inga Bjarnasyni fyrir þeirra öltula starf í þágu vefsins og dyggra lesenda hans.
Nú hafa þeir félagar látið af störfum sem umsjónamenn og fréttaritarar vefsins og við tekur forsvarsfólk Blábankans á Þingeyri, Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Arnar Sigurðsson fyrir hönd Blábankans. Blábankinn er þjónustu- og nýsköpunarmiðstöð sem tók til starfa síðastliðið haust og hefur eftir fremsta megni stuðlað að bættri þjónustu við íbúa Þingeyrar auk þess að bjóða vinnuaðstöðu fyrir aðila í nýsköpun og skapandi greinum.
Við þökkum fráfarandi ritstjórum traustið og hlökkum til framhaldsins.
Nú hafa þeir félagar látið af störfum sem umsjónamenn og fréttaritarar vefsins og við tekur forsvarsfólk Blábankans á Þingeyri, Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Arnar Sigurðsson fyrir hönd Blábankans. Blábankinn er þjónustu- og nýsköpunarmiðstöð sem tók til starfa síðastliðið haust og hefur eftir fremsta megni stuðlað að bættri þjónustu við íbúa Þingeyrar auk þess að bjóða vinnuaðstöðu fyrir aðila í nýsköpun og skapandi greinum.
Við þökkum fráfarandi ritstjórum traustið og hlökkum til framhaldsins.