A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
Á myndinni er Dýrfirðingurinn Bjarni GUðmundsson  að spjalla við gesti á Ólafsdalshátíð fyrir nokkrum árum.
Á myndinni er Dýrfirðingurinn Bjarni GUðmundsson að spjalla við gesti á Ólafsdalshátíð fyrir nokkrum árum.

Fergusonfélagið og Landbúnaðarsafn Íslands boða til fundar um ofangreint efni í félagsheimilinu Vogalandi í Króksfjarðarnesi kl. 20.30 á þriðjudagskvöldið, 12. mars. Sigurður Skarphéðinsson formaður Fergusonfélagsins kynnir þetta merka félag og Bjarni Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landbúnaðarsafni Íslands og kennari á Hvanneyri, fjallar um efnið í máli og myndum.

 

„Ræktunarframfarir og nýja verkmenningu í sveitunum má í mörgu rekja til Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal,“ segir í fundarboði. „Svo komu dráttarvélarnar af ýmsum gerðum, sem ásamt landbúnaðarjeppanum breyttu störfum og mannlífi til sveita enn frekar og urðu eftirsóttar menningarminjar og hluti þjóðarsögunnar.“

 

Dr. Bjarni Guðmundsson, Dýrfirðingur á Hvanneyri, hefur skrifað bækur um þær tegundir dráttarvéla sem algengastar voru í landbúnaði hérlendis um og upp úr miðri síðustu öld. Það eru bækurnar „... og svo kom Ferguson“ og „Alltaf er Farmall fremstur“. Bjarni áritar þessar bækur í fundarlok, óski fundarmenn þess, hvort heldur þeir koma með þær eða kaupa á staðnum.

 

Allt áhugafólk um gamlar dráttarvélar og þátt þeirra í sögu sveitanna er velkomið.

Af: www.reykholar.is 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31