22.04.2013 - 18:03 | Tilkynning
Grímutölt Hestamannafélagsins Storms
Hið árlega Grímutölt Hestamannafélagsins Storms verður haldið í reiðhöllinni að Söndum, fimmtudaginn 25. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 13:00. Keppt verður í þremur flokkum, Krakkar (0-13 ára), ungmenni (14-20 ára) og fullorðnir (21 árs og eldri). Yngsti hópurinn má sýna brokk eða tölt og dæmt verður fyrir ásetu og stjórnun. Hinir tveir flokkarnir sýna eingöngu tölt; hægt, milliferð og hraðabreytingar. Dæmt verður fyrir fegurð í reið. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin en einnig verða veitt ein verðlaun fyrir flottasta búninginn í hverjum flokki. Skilyrði fyrir þátttöku er að knapar mæti í búningi. Skráningargjald er kr. 1.000.- sem greiðist á staðnum. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma; 693-1847 - Viktor eða 696-3213 Signý. Gefa þarf upp nafn knapa og nafn hests.
Allir velkomnir á góða skemmtun. Áhorfendur mega endilega líka mæta í búningi! Kaffisala veður á staðnum og teymt undir börnum að keppni lokinni.
Allir velkomnir á góða skemmtun. Áhorfendur mega endilega líka mæta í búningi! Kaffisala veður á staðnum og teymt undir börnum að keppni lokinni.