A A A
  • 1965 - Ýlfa Proppé Einarsdóttir
Pottagaldrakrydd
Pottagaldrakrydd

Það eru 5 krydd í pakkningu á 1700 kr:

Sítrónupipar, Eftirlæti hafmeyjunnar, Krydd fyrir krakka, Ítölsk hvítlauksblanda og Best á allt.

og svo:

Lamb Islandia, Eðal-kjúklingakrydd, Kalkúnakrydd, Töfrakrydd og Fiskikrydd.

Einnig erum við með 3 kryddstauka á 1000 kr

engifer, kanil og negul.

Nú er líka í boði að kaupa krydd í stökum glösum á 350 kr. stk!

Endilega kíkið í leikskólann eða hafið samband við

Margréti Guðjónsdóttur s: 6639834

26.06.2013 - 23:54 | JÓH

Dagskrá Dýrafjarðardaga 2013

Dagskráin er glæsileg að vanda.
Dagskráin er glæsileg að vanda.
Nú er rúm vika í Dýrafjarðardaga og undirbúningur hátíðarinnar er í fullum gangi. Dagskráin hefur verið birt hér á Þingeyrarvefnum í heild sinni en með fyrirvara um breytingar, það er ekki ólíklegt að fleiri dagskrárliðir bætist við. Á dagskrá hátíðarinnar í ár má finna margar skemmtilegar nýjungar, svo sem lautarferð í Skrúð og leiðsögn um garðinn, Vestfjarðarvíkinginn og svokallaðan bændadag þar sem bændur í héraði munu kynna starfsemi sína. Að sögn Ernu Höskuldsdóttur, eins skipuleggjanda hátíðarinnar, verða fastir liðir þó á sínum stað, eins og grillveislan, kassabílarallýið, súpa í garði og fleiri skemmtilegheit. "Svavar Knútur kemur fram á kvöldvökunni og sömu sögu er að segja um hljómsveitirnar Sólon, Ylju og Hörmung. Ísabella Leifsdóttir verður með síðdegistónleika í kirkjunni á sunnudeginum og það er gaman að segja frá því að hún bjó á Þingeyri á árum áður og lærði meðal annars í tónlistarskólanum hér. Það verður nóg um að vera alla helgina og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Heimamenn bíða spenntir eftir að taka á móti gestunum og eiga með þeim góða daga", segir Erna....
Meira
Vestfjarðavíkingurinn fer fram dagana 4.-6.júlí.
Vestfjarðavíkingurinn fer fram dagana 4.-6.júlí.
Vestfjarðavíkingurinn, keppni sterkustu manna landsins, fer að þessu sinni fram dagana 4. - 6. júlí. Víkingarnir etja kappi víða á Vestfjörðum og koma meðal annars við í Dýrafirði. Laugardaginn 6. júlí kl. 11:30 verða þeir við Hótel Núp og seinna sama dag á Víkingasvæðinu, eða kl. 15:30. Dagskrá Dýrafjarðardaga er að taka á sig lokamynd og verður birt á vefnum þegar nær dregur hátíðinni. Áhugasamir geta einnig fylgst með Dýrafjarðardögum á Facebook.
24.06.2013 - 12:25 | Tilkynning

Leikjanámskeið Höfrungs hefst á morgun

Alls verða þrjú námskeið haldin í sumar.
Alls verða þrjú námskeið haldin í sumar.
Íþróttafélagið Höfrungur stendur fyrir þremur leikjanámskeiðum í sumar og það fyrsta hefst á morgun, þriðjudaginn 25.júní.Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur og er ætlað börnum á aldrinum 6 - 15 ára. Námskeiðin eru sem hér segir:

Námskeið 1
: 25. júní - 5. júlí

Námskeið 2: 8. júlí - 19. júlí
Námskeið 3: 22. júlí - 2. ágúst


Skráning fer fram á skólalóðinni sama dag og hvert námskeið byrjar og er mæting sem hér segir:

...
Meira
24.06.2013 - 11:29 | EMT

Dýrafjarðardagar.

Dagskráin er öll að smella hjá þeim sem eru að skipuleggja Dýrafjarðardaga 2013. Dagskráin verður vonandi komin úr prentun fyrir næstu helgi. Meðal þess sem verður á dagskránni er "Lautarferð" í Skrúð, Harmonikkutónlist, víkingar, Go-kart, kajak, bílskúrstónleikar, hljómsveitin Ylja, dansleikur með hljómsveitinni Sólon, Svavar Knútur, tónleikar í kirkjunni með Ísabellu Leifsdóttir, lifandi músik í Hallargarðinum svo fátt eitt sé nefnt. Sölutjaldið og hoppukastalar verða einnig á sínum stað ásamt súpu í garði, kassbílarallý og kerruhlaupi. Einnig verður nýjung, en það er Bændadagur þar sem bændur kynna sína starfsemi og/eða landbúnað. Hlökkum til að rekast á ykkur á röltinu.

19.06.2013 - 18:40 | mbl.is

Guðni Páll hefur safnað 4 milljónum

,,Hópur fólks hélt í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að vekja athygli á verkefni Guðna Páls Viktorssonar sem fer nú umhverfis landið á kajak til styrktar Samhjálpar. Jón Gnarr, borgarstjóri, tók á móti hópnum en Guðni Páll hefur safnað tæpum fjórum milljónum til þessa en betur má ef duga skal þar sem töluvert fé þarf til að rekstur Samhjálpar gangi upp.

Gísli Friðgeirsson, kajakræðari, fór í sambærilegan leiðangur fyrir fjórum síðan og hann segir Guðna Pál vera að takast á við mikla þolraun sem reyni ekki síður á andlega þáttinn en þann líkamlega."

Tekið af síðu mbl.is 

11.06.2013 - 09:21 | EMT

Dýrafjarðardagar 2013

Undirbúningsnefnd Dýrafjarðardaga 2013 er að leggja lokahönd á dagskrá hátíðarinnar, sem að þessu sinni er haldin í 12. skiptið með þeim hætti sem hún er haldin í dag. Fjöldi spennandi dagskráliða verða á boðstólum. Meðal þess sem er á dagskrá er dagskrá um Kristínu Dahlstedt á Hótel Sandafelli laugardaginn 6. júlí. Kl. 14-15:30. Sett verða upp tvö sýningarspjöld um Kristínu og Magnús Hjaltason og veitingarekstur hennar. Erindi flytja: Reynir Ingibjartsson, Auður Styrkársdóttir og Valdimar Gíslason á Mýrum. Að loknu kaffi verður farið í hópferð sem Valdimar leiðir. Menningarráð Vestjarða styrkir viðburðinn.

Súpa í garði verður á Hrunastíg og Hliðargötu. Vonum við að sem flestir við þær götur geti verið með í súpufjöri í hádeginu laugardaginn 6. júlí. Einnig viljum við minna rallý krakka á leik-, og grunnskólaaldri á kassabílarallýið.

Þeir sem vilja koma einhverju á framfæri varðandi dagskráliði í dagskránna geta sett sig í samband við Ernu, netfangið: ernaho@isafjordur.is eða Dýrleif, netfangið: dyrleifhanna@gmail.com . Sjálfboðaliðar geta einnig haft samband sem og þeir sem vilja taka frá bás í sölutjaldi.

07.06.2013 - 11:29 | bb.is,BIB

Stefanía Helga skólastjóri á Þingeyri

Þingeyri við Dýrafjörð
Þingeyri við Dýrafjörð
Stefanía Helga Ásmundsdóttir tekur að öllum líkindum við stöðu skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri en tillaga þess efnis var samþykkt á fundi fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar í fyrradag. 

Tveir umsækjendur voru um stöðuna. Í auglýsingunni kom fram að leitað vær að öflugum og framsýnum leiðtoga til að leiða þróttmikið skólastarf. Stefanía uppfyllir vel allar menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar voru. ...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31