05.04.2013 - 21:37 | Komedia
Sigvaldi Kaldalóns á Þingeyri
"Leikritið vinæsla og ástsæla Sigvaldi Kaldalóns verður sýnt á Þingeyri um helgina. Sýnt verður í hinu frábæra félagsheimili staðarins á sunnudag 7. april kl.17. Miðasala á staðnum á sýningardag einnig er hægt að panta miða strax í dag í síma 891 7025. Leikritið um Sigvalda Kaldalóns hefur verið sýnt í Hömrum Ísafirði og hefur verið fullt á svo gott sem allar sýningar. Nú liggur leiðin á Þingeyri og fleiri sýningar eru á döfinni um landið m.a. í Saurbæ, Stykkishólmi og í Dalbæ á Snæfjallaströnd.
Það eru þau Elfar Logi Hannesson og Dagný Arnalds sem leika, spila og syngja í þessari rómuðu sýningu um Sigvalda Kaldalóns. Verkið fjallar um ár Sigvalda þegar hann starfaði sem læknir í Ísafjarðardjúpi. Þar gerðist margt sögulegt og víst var tónskáldið Sigvaldi í essinu sínu og allar götur síðan minntist hann þessa tíma með ást og söknuði. Fjölmörg lög eru flutt í sýningunni. "
Það eru þau Elfar Logi Hannesson og Dagný Arnalds sem leika, spila og syngja í þessari rómuðu sýningu um Sigvalda Kaldalóns. Verkið fjallar um ár Sigvalda þegar hann starfaði sem læknir í Ísafjarðardjúpi. Þar gerðist margt sögulegt og víst var tónskáldið Sigvaldi í essinu sínu og allar götur síðan minntist hann þessa tíma með ást og söknuði. Fjölmörg lög eru flutt í sýningunni. "
Tekið af síðu Komedíuleikhússins.