Ég heiti Brynhildur Elín Kristjándóttir og bý í Hafnarfirði með honum Marinó Þórissyni og dætrum okkar þeim Guðrúnu Ólafíu (5 ára) og Helgu Maríu (2 ára). Ég er fædd 11. Desember 1981 á landspítalanum í Reykjavík. Mamma var flutt suður með varðskipi því mér lá á að koma í heiminn og vegna veðurs var ekki hægt að fljúga. Rétt fyrir jólin fékk ég að fara heim til þingeyrar og bjó þar hjá foreldrum mínum til 18 ára aldurs en þá leitaði ég á vit ævintýranna suður til Reykjavíkur og hóf nám í Menntaskólanum í Kópavogi.
Hverra manna ertu:
Er dóttir Guðbergs Kristjáns Gunnarssonar frá Miðbæ í Haukadal og Ólafíu Sigríðar Sigurjónsdóttir frá Sveinseyri
Hvað ertu að gera í lífinu núna?
Í dag er ég að vinna sem Deildarstjóri á leikskólanum Álfaberg í Hafnarfirði
Gamalt prakkarstrik frá því í æsku
við vinkonurnar sátum nú ekki iðjulausar og gerðum allmörg prakkarastir í æsku. Oftast voru þetta saklaus símaöt þar sem við seldum fólki kleinur sem aldrei bárust eða gerðum dyraat og fylgdumst spenntar með úr fjarlægð þegar fólk kom til dyra. Ég man þó eftir einu skammarstriki sem ég hef aldrei nefnt við nokkurn mann. Við vinkonurnar vorum á gangi eftir götum bæarins í leit að einhverju að gera þegar við sáum tvær 2.l cokacola flöskur standa í skugga fyrir utan eitt hús. Við vorum ekki vanar því að gæða okkur á svona eðal drykk daglega svo við stóðumst ekki freystinguna og nöppuðum einni flösku, hlupum í einum spreng niður í fjöru þar sem hvergi sást til okkar og settumst niður til að gæða okkur á fengnum. Um leið og fyrsti sopinn fór inn um varir mínar skilaði ég honum jafn harðan til baka aftur þegar ég áttaði mig á að þarna var ekki um kók að ræða heldur kaldpressaða krækiberjasaft, manni hefnist fyrir.
Eitt atriði um þig sem fáir eða enginn veit?
Ég er með 3 nýru :o)
Helduru að þú komir til með að búa á Þingeyri aftur?.
Það er aldrei að vita nema maður komi aftur til að búa hér. Það er dásamlegt að koma hingað og eyða frítímanum sínum hérna. Ég hef búið víða og hvergi liðið eins vel og hér.
Áhugamál.
fjölskyldan mín, vinirnir og samveran með þeim. Mér finnst gaman að elda mat og enn skemmtilegra að borða hann í góðra vina hópi
Heimili.
Breiðvangur 6 í Hafnarfirði
Bestu kaupin
Crossfitt kortið sem ég fjárfesti í í vor. Kaupi mér klárlega annað.
Verstu kaupin
verstu kaupin sem ég geri og ég geri alltaf reglulega er þegar ég kaupi mér eithvað sem er á útsölu, held ég þurfi svo mikið á því að halda en þegar ég kem heim þá fatta ég að ég hef ekkert að gera með það. Á nokkrar hluti í geymslu og fataskáp sem minna mig reglulega á þennan skandal.
Nefndu þrennt sem þú myndir taka með þér á eyðieyju
Bát, árar og góða bók.
Lífsmottó
Ekki taka öllu sem gefnu, segðu fólki að þú elskir það, það er ekki víst að þú getir það á morgun. Staldraðu við og dragðu andann.