A A A
  • 1964 - Hermann Drengsson
08.11.2013 - 15:53 | Tilkynning

Karlakórinn Ernir heldur tónleika í Reykjavík

Karlakórinn Ernir. Mynd: ernir.it.is
Karlakórinn Ernir. Mynd: ernir.it.is
Vestfirski karlakórinn Ernir heldur tvenna tónleika í Reykjavík um helgina. Kórinn syngur í Guðríðarkirkju í Grafarholti laugardaginn 9. nóvember kl. 17:00 og í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði sunnudaginn 10. nóvember kl. 15:00. Aðgangseyrir er 2500 krónur. Efnisskráin að þessu sinni er alfarið eftir vestfirsk tónskáld og tónskáld sem bjuggu á Vestfjörðum og sömdu verk sín þar. Þetta kemur fram á heimasíðu karlakórsins.
Thingeyri.is leitar eftir einstaklingum, hvort sem þeir eru heima eða að heiman, til að vinna við vefinn. Þingeyrarvefnum hefur verið haldið úti frá árinu 2003 en frá árinu 2008 hefur Íþróttafélagið Höfrungur haft yfirumsjón með rekstri hans. Ölll vinna við vefinn er, og hefur alltaf verið, unnin í sjálfboðavinnu. Áhugasamir geta haft samband við Jóhönnu í s. 862-1841 / thingeyri@thingeyri.is eða Sigmund í s. 863-4235.
31.10.2013 - 20:50 | Tilkynning

79. Hjóna- og paraball Dýrfirðinga

Frá Hjónaballi. Mynd: Davíð Davíðsson
Frá Hjónaballi. Mynd: Davíð Davíðsson
79. Hjóna- og paraball Dýrfirðinga verður haldið í Félagsheimilinu á Þingeyri laugardaginn 2.nóvember 2013.

Húsið opnar klukkan 19:30 og borðhald hefst klukkan 20:00.

Matseðillinn er ekki af verri endanum. Í forrétt verða tveir fiskréttir, í aðalrétt verður hangikjöt, léttreykt svínakjöt og lambalæri, allt með tilheyrandi meðlæti, og eftir matinn verður boðið upp á kaffi, konfekt og kökur.

Þekktir einstaklingar stíga á stokk og flytja gamanmál en veislustjóri verður "statusa-drottning fésbókarinnar" og heysafnarinn Helga Guðný Kristjánsdóttir, bóndi í Botni í Súgandafirði.

Að borðhaldi loknu leikur stórsveit Stefáns Jónssonar fyrir dansi þar til skemmtanaleyfið rennur út.

Forsala miða og borðapantanir verður laugardaginn 2.nóvember kl. 13:00-14:00.......
Meira
16.10.2013 - 18:04 | JÓH

EagleFjord flytur til Þingeyrar

Það verður líf og fjör á Víkingasvæðinu næsta sumar. Mynd: JÓH
Það verður líf og fjör á Víkingasvæðinu næsta sumar. Mynd: JÓH

Ferðaþjónustufyrirtækið EagleFjord hyggst flytja starfsemi sína frá Bíldudal til Þingeyrar fyrir næstkomandi sumar, þar sem ætlunin er að byggja upp frekari ferðaþjónustu í Dýrafirðinum. Til stendur að nýta Víkingasvæðið og hafa starfsemi þar alla daga yfir sumarið frá morgni til kvölds. Þema dagskrárinnar á Víkingasvæðinu verður í anda Gísla sögu Súrssonar en ýmis þjónusta verður einnig í boði. Má þar nefna minjagripasölu, leiksýningar, leiðsögn á söguslóðir, víkingaskóla og veitingar, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er ætlunin að sigla á víkingaskipinu Vésteini alla daga og renna fyrir fisk. Ferðaþjónustan Eaglefjord hefur verið starfrækt á Bíldudal frá árinu 2007 þar sem boðið hefur verið upp á sambærilega þjónustu og ætlunin er að veita á Þingeyri.

15.10.2013 - 21:41 | Tilkynning

Hjónaball 2013

Frá Hjónaballi. Mynd: Davíð Davíðsson
Frá Hjónaballi. Mynd: Davíð Davíðsson
Hið árlega para- og hjónaball verður í félagsheimilinu á Þingeyri laugardaginn 2.nóvember 2013. Mælst er til þess að konur mæti með hárskraut eða hatt og karlmenn skrýðist sínu skrautlegasta hálstaui. Allt verður þetta auglýst nánar síðar en vitað er að miðaverð verður hið sama og undanfarin ár.
Borðhald og dansiball 6500 kr.
Borðhald: 4500 kr.
Dansiball: 3000 kr.

Takið helgina frá!
Nefndin
17.09.2013 - 19:47 | Tilkynning

Árshátíð Dýrfirðingafélagsins 2013

Frá 5 ára afmæli Dýrfirðingafélagsins, árið 1951.
Frá 5 ára afmæli Dýrfirðingafélagsins, árið 1951.

Árshátíð Dýrfirðingafélagsins 2013 verður haldin 12. október í sal eldri borgara í Stangarhyl 4. Húsið opnar kl. 18:00 og hefst borðhald kl. 19:00 með girnilegu hlaðborði. Hin vinsæla hljómsveit Hafrót leikur fyrir dansi. Athugið að miðaverð lækkar frá síðasta ári og verður kr. 6.500 ,- Miðar verða seldir í forsölu í Stangarhylnum þriðjudaginn 8. október og fimmtudaginn 10. október milli kl. 16:00 og 18:00. Einnig er hægt að hringja í Ósk Elísdóttur, s. 867 1007 til að panta miða. Veislustjóri verður Ragnar Gunnarsson og Bjarni Guðmundsson frá Kirkjubóli flytur minni Dýrafjarðar. Fleira verður til gamans gert, m.a. er happdrættið á sínum stað með fjölmörgum glæsilegum vinningum, vika í Átthaga er einn af þeim. Dýrfirðingar nær og fjær eru hvattir til að mæta og eiga skemmtilegt kvöld saman því maður er manns gaman!

30.08.2013 - 13:12 | EMT

Hið árlega Rjómaball!

Rjómaballið, árviss fögnuður bænda og búaliðs, verður haldinn að Núpi í Dýrafirði, laugardaginn 31. ágúst. Það er fyrir löngu orðin hefð hjá bændum á norðanverðum Vestfjörðum að halda samkomu síðsumars, eða síðasta laugardag í ágúst, sem fékk fljótlega nafnið „Rjómaball“. Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20:30. Vínföng og gos verður til afgreiðslu á staðnum en fólki er leyfilegt að hafa með sér þau drykkjarföng sem það kýs.

Eftir skemmtiatriði mun dansinn duna fram eftir nóttu við undirleik Halla og Þórunnar.
Pantanir hjá Helgu í Botni í síma 894-4512 eða á bjornb@snerpa.is

29.08.2013 - 18:38 | bb.is,BIB

Hemmi Gunn í aðalhlutverki nýrrar bókar

Hemmi Gunn átti vinum að mæta á ættarslóðum fyrir vestan.
Hemmi Gunn átti vinum að mæta á ættarslóðum fyrir vestan.
« 1 af 2 »
Annað hefti í nýjum flokki ritraðarinnar Mannlíf og saga fyrir vestan, kemur út um helgina. Það er Vestfirska forlagið sem gefur ritröðina út. Í fyrsta hefti ritraðarinnar voru 20 bækur. Í nýjasta heftinu er Hermann heitinn Gunnarsson, eða Hemmi Gunn, aðal söguhetjan. „Hann dvaldi mikið hér fyrir vestan eins og mörgum er kunnugt. Enda átti hann vinum að mæta á ættarslóðum, með fóstru sína í fararbroddi. Að öðru leyti er þetta hefti stútfullt af allskonar efni. Bæði af léttara og alvarlegra tagi. Sem sagt: Vestfirðingar í blíðu og stríðu, lífs og liðnir,“ segir í bókalýsingu. 

Hallgrímur Sveinsson hjá forlaginu segir mikið í gangi hjá þeim þessa dagana og að sjálfsögðu verði forlagið með í jólabókaflóðinu sem ekki er langt í....
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30