Langar þig að vinna við Þingeyrarvefinn?
79. Hjóna- og paraball Dýrfirðinga
Húsið opnar klukkan 19:30 og borðhald hefst klukkan 20:00.
Matseðillinn er ekki af verri endanum. Í forrétt verða tveir fiskréttir, í aðalrétt verður hangikjöt, léttreykt svínakjöt og lambalæri, allt með tilheyrandi meðlæti, og eftir matinn verður boðið upp á kaffi, konfekt og kökur.
Þekktir einstaklingar stíga á stokk og flytja gamanmál en veislustjóri verður "statusa-drottning fésbókarinnar" og heysafnarinn Helga Guðný Kristjánsdóttir, bóndi í Botni í Súgandafirði.
Að borðhaldi loknu leikur stórsveit Stefáns Jónssonar fyrir dansi þar til skemmtanaleyfið rennur út.
Forsala miða og borðapantanir verður laugardaginn 2.nóvember kl. 13:00-14:00.......
Meira
EagleFjord flytur til Þingeyrar
Ferðaþjónustufyrirtækið EagleFjord hyggst flytja starfsemi sína frá Bíldudal til Þingeyrar fyrir næstkomandi sumar, þar sem ætlunin er að byggja upp frekari ferðaþjónustu í Dýrafirðinum. Til stendur að nýta Víkingasvæðið og hafa starfsemi þar alla daga yfir sumarið frá morgni til kvölds. Þema dagskrárinnar á Víkingasvæðinu verður í anda Gísla sögu Súrssonar en ýmis þjónusta verður einnig í boði. Má þar nefna minjagripasölu, leiksýningar, leiðsögn á söguslóðir, víkingaskóla og veitingar, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er ætlunin að sigla á víkingaskipinu Vésteini alla daga og renna fyrir fisk. Ferðaþjónustan Eaglefjord hefur verið starfrækt á Bíldudal frá árinu 2007 þar sem boðið hefur verið upp á sambærilega þjónustu og ætlunin er að veita á Þingeyri.
Hjónaball 2013
Borðhald og dansiball 6500 kr.
Borðhald: 4500 kr.
Dansiball: 3000 kr.
Takið helgina frá!
Nefndin
Árshátíð Dýrfirðingafélagsins 2013
Árshátíð Dýrfirðingafélagsins 2013 verður haldin 12. október í sal eldri borgara í Stangarhyl 4. Húsið opnar kl. 18:00 og hefst borðhald kl. 19:00 með girnilegu hlaðborði. Hin vinsæla hljómsveit Hafrót leikur fyrir dansi. Athugið að miðaverð lækkar frá síðasta ári og verður kr. 6.500 ,- Miðar verða seldir í forsölu í Stangarhylnum þriðjudaginn 8. október og fimmtudaginn 10. október milli kl. 16:00 og 18:00. Einnig er hægt að hringja í Ósk Elísdóttur, s. 867 1007 til að panta miða. Veislustjóri verður Ragnar Gunnarsson og Bjarni Guðmundsson frá Kirkjubóli flytur minni Dýrafjarðar. Fleira verður til gamans gert, m.a. er happdrættið á sínum stað með fjölmörgum glæsilegum vinningum, vika í Átthaga er einn af þeim. Dýrfirðingar nær og fjær eru hvattir til að mæta og eiga skemmtilegt kvöld saman því maður er manns gaman!
Hið árlega Rjómaball!
Rjómaballið, árviss fögnuður bænda og búaliðs, verður haldinn að Núpi í Dýrafirði, laugardaginn 31. ágúst. Það er fyrir löngu orðin hefð hjá bændum á norðanverðum Vestfjörðum að halda samkomu síðsumars, eða síðasta laugardag í ágúst, sem fékk fljótlega nafnið „Rjómaball“. Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20:30. Vínföng og gos verður til afgreiðslu á staðnum en fólki er leyfilegt að hafa með sér þau drykkjarföng sem það kýs.
Eftir skemmtiatriði mun dansinn duna fram eftir nóttu við undirleik Halla og Þórunnar.
Pantanir hjá Helgu í Botni í síma 894-4512 eða á bjornb@snerpa.is
Hemmi Gunn í aðalhlutverki nýrrar bókar
Hallgrímur Sveinsson hjá forlaginu segir mikið í gangi hjá þeim þessa dagana og að sjálfsögðu verði forlagið með í jólabókaflóðinu sem ekki er langt í....
Meira