A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
27.08.2013 - 05:55 | BIB,Morgunblaðið

Flytja í Halldórsfjós næsta vor

Dýrfiðingurinn Bjarni Guðmundsson er forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands.
Dýrfiðingurinn Bjarni Guðmundsson er forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands.
„Ef allt fer að óskum flytjum við okkur í nýtt húsnæði að vori,“ segir Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson, forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri. Síðustu misserin hefur verið unnið að breytingum á svonefndu Halldórsfjósi á Hvanneyri sem var byggt 1928.

Fjósið er kennt við Halldór Vilhjálmsson sem var skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri. Nokkur ár eru síðan Landbúnaðarháskóli Íslands fékk fjósið safninu til afnota, en það er nú í gamalli vélageymslu á Hvanneyrarhlaði.

Munum og minjum tengdum landbúnaðarsögunni hefur verið safnað á Hvanneyri allt frá því um 1940. Auk annars er fjöldi dráttarvéla í árgerðunum fram yfir 1970 í safninu, að sögn Bjarna sem hefur sent frá sér tvær bækur um vélamenningu í íslenskum sveitum. Sú þriðja kemur út í haust.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 27. ágúst 2013.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31