A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
26.11.2014 - 12:54 | Vestfirska forlagið

Frá Bjargtöngum að Djúpi komin út

Frá Bjargtöngum að Djúpi, 7. bindi í nýjum flokki var að koma úr prentvélunum í Odda.
Frá Bjargtöngum að Djúpi, 7. bindi í nýjum flokki var að koma úr prentvélunum í Odda.

Frá Bjargtöngum að Djúpi, 7. bindi í nýjum flokki var að koma úr prentvélunum í Odda.
Kennir þar ýmissa grasa úr vestfirsku mannlífi að vanda.
   Má þar nefna tvær viðamiklar greinar úr Djúpinu eftir þá feðga Jóhann Hjaltason fræðimann og Hjalta son hans. Birt er bréf Guðrúnar í Gerfidal í Ísafirði. Örlagasaga í fáum orðum sem lætur engan ósnortinn. Leifur Reynisson, sagnfræðingur, skrifar ættar-og fjölskyldusögu Sveins Mósessonar frá Arnarnesi og Sjónarhól í Mýrahreppi. Mikill fróðleikur í myndum og máli. Bróðir Sveins, Finnjón, tók einhverjar fyrstu ljósmyndir sem til eru af Mýrhreppingum og birtast tugir þeirra í grein Leifs.

    Bjarni Guðmundsson frá Kirkjubóli, prófessor á Hvanneyri, fjallar um örlagaferð séra Sigurðar Z. Gíslasonar á nýjársdag 1943. Hann fórst í snjóflóði þann dag undir Eyrarófæru á leið til messu að Hrauni í Keldudal. Lárus H. Hagalínsson frá Hvammi í Dýrafirði skrifar hugnæma grein um afa sinn og ömmu á Grundarhól. Og Elfar Logi Hannesson skrifar um Þorstein Erlingsson og veru hans á Bíldudal. Nefnir hann grein sína Ritstjórinn í Valhöll. Bókin er pökkuð af ljósmyndum frá ýmsum tímum. Þess skal að lokum getið að bækurnar Frá Bjargtöngum að Djúpi eru nú orðnar 17 talsins.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31