A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
03.04.2018 - 15:15 | Vestfirska forlagið

Úr sagnabanka Vestfirska forlagsins: Hjálpsemi

Heimilisfólk í Svalvogum 1942. (Ljósm. tók Sigurður Guðmundsson ljósmyndari)
Heimilisfólk í Svalvogum 1942. (Ljósm. tók Sigurður Guðmundsson ljósmyndari)

„Þeir voru báðir, bæði pabbi heitinn og afi, svolítið framsýnir menn. Afi var til dæmis einna fyrstur til að fá sér vél í bát hér fyrir vestan. Og mér er minnisstætt að pabbi keypti prjónavél, heljarstóra. Og það var prjónað á alla fjölskylduna og fjölskyldurnar á Nesinu. Ég man eftir að frúrnar á næstu bæjum unnu bara fyrir mömmu í eldhúsinu meðan hún var að prjóna fyrir þær. Ég man sérstaklega eftir Sigríði Ragnarsdóttur frá Hrafnabjörgum, sem þá var ung stúlka.“

„Var mikil hjálpsemi á milli bæjanna?“

„Já, já, það var með ólíkindum hvernig það var. Menn komu og voru jafnvel heilu dagana að hjálpa hver öðrum. Ef einhver kallaði þá var bara farið. Menn urðu að vera veikir til að fara ekki. Þetta hélt sveitunum uppi. Ef hjálpsemin hefði ekki verið til staðar, hefðu bændurnir verið illa settir. Ég minnist þess að haustið eftir að ég fermdist, var ég lánaður að Hrafnabjörgum til Ragnars heitins til að aðstoða við byggingu á hlöðu og fjárhúsi, sem stendur enn yst í dalnum. Ég var þarna í um þrjá mánuði. Á meðan ég var hjá Ragnari var róið til fiskjar, saltað og hert. Þegar ég fór úr vistinni fékk ég í laun harðfisk eins og ég gat borið og veturgamlan hrút, sem ég var með í taumi til Svalvoga. Aldrei var talað um peninga.“


-Sögn Kristjáns Ottóssonar frá Svalvogum



 

 
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31