06.04.2018 - 13:27 |
Bókaspjall í bókasafninu Ísafirði
Laugardaginn 7. apríl verður Bókaspjall í Bókasafninu. Dagskráin samanstendur að vanda af tveimur erindum. Að þessu sinni spjallar Ylfa Mist Helgadóttir um bækur en í seinni erindinu, Hvað á þetta að þýða? - Mikilvægi og mismunur nytjaþýðinga og bókmenntaþýðinga, mun Olav Veigar Davíðsson, þýðandi leitast við að útskýra mikilvægi þýðinga fyrir íslenskt samfélag í fortíð og nútíð auk þess sem fjallað verður um muninn á nytjaþýðingum og bókmenntaþýðingum.
Dagskráin hefst kl. 14:00 - Heitt á könnunni. Allir velkomnir.