A A A
  • 2001 - Kristján Eðvald Hákonarson
09.03.2015 - 17:30 | Í ljósi liðinna daga

Brosmildir kennarar í litlu kennarastofunni

F.v.: Gunnar Friðfinnsson, Hulda Sigmundsdóttir og Tómas Jónsson. Ljósm.: HS
F.v.: Gunnar Friðfinnsson, Hulda Sigmundsdóttir og Tómas Jónsson. Ljósm.: HS
« 1 af 2 »
Kennarstofan í Barna og unglingaskólanum á Þingeyri í gamla daga var ekki stór. Aðeins um 5 fermetrar. En hjartarými var nóg. Og vilji til að láta gott af sér leiða var til staðar. Og stutt í brosið.
Þessi þrjú sem eru á meðfylgjandi mynd voru um áratugaskeið kennarar við skólann og höfðu mikil áhrif á uppeldi margra barna og unglinga á Þingeyri....
Meira
09.03.2015 - 07:20 | BIB,bb.is

Sérstaða Grunnskólans á Þingeyri

Grunnskólinn á Þingeyri.
Grunnskólinn á Þingeyri.
Grunnskólinn á Þingeyri er fámennur skóli þar sem mörg áhugaverð verkefni eru í gangi. Skólaþróun er mikilvægt starf í grunnskóla og þær leiðir sem Grunnskólinn á Þingeyri hefur meðal annars fetað eru spjaldtölvur í skólastarfi, opinn skóli, áformsvinna og samkennsla. Grunnskólinn á Þingeyri vinnur eftir gildunum virðing, ábyrgð, samheldni og gleði....
Meira
08.03.2015 - 20:21 | BIB

„Veggir úr sögu kvenna".

Safnahúsið á Ísafirði.
Safnahúsið á Ísafirði.
Á morgun, mánudaginn 9. mars 2015 kl. 17 opnar sýningin „Veggir úr sögu kvenna". “ í Safnahúsinu á Ísafirði.
Um er að ræða farandsýningu Kvenréttindafélags Íslands í tilefni þess að í ár eru 100 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt....
Meira
07.03.2015 - 20:53 | Í ljósi liðinna daga á Þingeyrarvefnum:

Frá aðalfundi Búnaðarfélags Auðkúluhrepps: Kalli túkall settur undir lás og slá!

Aðalfundurinn í fullum gangi. Frá vinstri. Hildigunnur Guðmundsdóttir, Auðkúlu, ritari, Hreinn Þórðarson, formaður og Steinar Ríkharður Jónasson, einn af yfirmönnum endurskoðunardeildar. Á myndina vantar nokkra af félagsmönnum sem höfðu öðrum hnöppum að hneppa. Ljósm. Hallgr. Sveinsson, ritari félagsins.
Aðalfundurinn í fullum gangi. Frá vinstri. Hildigunnur Guðmundsdóttir, Auðkúlu, ritari, Hreinn Þórðarson, formaður og Steinar Ríkharður Jónasson, einn af yfirmönnum endurskoðunardeildar. Á myndina vantar nokkra af félagsmönnum sem höfðu öðrum hnöppum að hneppa. Ljósm. Hallgr. Sveinsson, ritari félagsins.
Aðalfundur Búnaðafélags Auðkúluhrepps fyrir árið 2007 var haldinn í Mjólkárvirkjun um daginn. Í skýrslu stjórnarformanns, Hreins Þórðarsonar, bónda á Auðkúlu, kom fram að starfið á árinu var í svipuðu formi og verið hefur, en búnaðarfélögin eru sem kunnugt er grunneiningar bændasamtakanna í landinu.Það kom meðal annars fram á fundinum, að Hreinn formaður flutti lambfé í mörgum ferðum frá Ketilseyri í Dýrafirði yfir Hrafnseyrarheiði að Auðkúlu í vor.Stóðu þessir flutningar yfir í marga daga.
Þrastarhjón höfðu komið sér fyrir með búskap sinn undir húsinu á dráttarvélinni sem flutti féð. Er skemmst frá því að segja að hjónin komu upp ungum sínum eins og ekkert hafi í skorist, þrátt fyrir þessa miklu flutninga og þótt dráttarvélin væri fjarverandi frá Ketilseyri langtímum saman.  Mikill er máttur náttúrunnar og smáfuglarnir stórkostlegir!...
Meira
07.03.2015 - 20:18 | Hallgrímur Sveinsson,BIB,Vestfirska forlagið

Átt þú glímumyndir?

Ljósm.: Glímusamband Íslands.
Ljósm.: Glímusamband Íslands.
Rannsóknarmiðstöð í þjóðfræði við Háskóla Íslands hefur hafið söfnun á glímumyndum frá árunum 1900-1960. 
Við skönnum myndirnar (tökum þær ekki) og við höfum áhuga á hverskyns myndum sem sýna glímukappa frá þessum árum. 

Við viljum biðja þá sem eiga slíkar myndir og vilja deila með okkur að hafa samband við Sæbjörgu Freyju Gísladóttur þjóðfræðing í síma 8430077 eða á sabjorg@gmail.com...
Meira
07.03.2015 - 06:58 | BIB,skutull.is

Galdrakarlinn í Oz fluttur á Þingeyri

Leikdeild Höfrungs á Þingeyri gerir það ekki endasleppt. Margir muna vel eftir sýningunni um hina ástsælu Línu Langsokk, sem sló öll met í fyrra. Nú gefa Dýrfirðingar enn í og ætla að setja á svið ævintýrið um Galdrakarlinn í Oz. Æfingar hafa staðið yfir frá því í lok janúar og nú er komið að lokasprettinum. Aðalhutverkið, Dórótheu litlu stúlkuna frá Kansas, leikur Gréta Proppé Hjaltadóttir nemandi við Grunnskólann á Þingeyri. Leikstjóri er Elfar Logi Hannesson....
Meira
06.03.2015 - 06:26 | BIB

Öll Vestfjarðaliðin úr leik

Lið Dýrfirðingafélagsins 2015.
Lið Dýrfirðingafélagsins 2015.
« 1 af 2 »
Eftir mjög spennandi keppni í gærkvöldi eru það norðlensk lið og Vestmannaeyingar sem eru komnir í 4ja liða úrslit í Spurningakeppni átthagafélaganna
Það eru: Siglfirðingar, Húnvetningar, Svarfdælir/Dalvíkingar og Vestmannaeyingar.
Tvö þessara liða voru að taka þátt í fyrsta skipti í keppninni, Svarfdælir/Dalvíkingar og Vestmannaeyingar....
Meira
05.03.2015 - 22:03 | Vestfirska forlagið,BIB

Vestfirska forlagið á Laugardalsvelli

Undir stúkunni við Laugardalsvöllinn.
Undir stúkunni við Laugardalsvöllinn.
« 1 af 6 »

Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda  2015 er að þessu sinni staðsettur undir stóru stúkunni við Laugardalsvöll.


Bókamarkaðurinn er opinn dagana 27. febrúar til 15. mars frá kl. 10:00-18:00
Vestfirska forlagið er að sjálfsögðu með Vestfjarðabækurnar á markaðnum og Þingeyrarvefurinn átti þar útsendara í dag sem færði til  mynda.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31