09.03.2015 - 07:20 | BIB,bb.is
Sérstaða Grunnskólans á Þingeyri
Grunnskólinn á Þingeyri er fámennur skóli þar sem mörg áhugaverð verkefni eru í gangi. Skólaþróun er mikilvægt starf í grunnskóla og þær leiðir sem Grunnskólinn á Þingeyri hefur meðal annars fetað eru spjaldtölvur í skólastarfi, opinn skóli, áformsvinna og samkennsla. Grunnskólinn á Þingeyri vinnur eftir gildunum virðing, ábyrgð, samheldni og gleði.
Stefanía Ásmundsdóttir er skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri. Hún er félagsliði og kennari að mennt ásamt því að hafa lokið 90 ECTS-einingum í uppeldis- og menntunarfræði. Stefanía býr og starfar á Þingeyri og hefur starfað þar í tvo vetur.
Stefanía fjallaði um sérstöðu skólans á Þingeyri í Vísindaporti dagsins hjá Háskólasetri Vestfjarð á Ísafirði síð'asta föstudag.
Stefanía Ásmundsdóttir er skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri. Hún er félagsliði og kennari að mennt ásamt því að hafa lokið 90 ECTS-einingum í uppeldis- og menntunarfræði. Stefanía býr og starfar á Þingeyri og hefur starfað þar í tvo vetur.
Stefanía fjallaði um sérstöðu skólans á Þingeyri í Vísindaporti dagsins hjá Háskólasetri Vestfjarð á Ísafirði síð'asta föstudag.