A A A
  • 2001 - Kristján Eðvald Hákonarson
05.03.2015 - 16:30 | Björn Ingi Bjarnason

Dýrfirðingafélagið keppir í kvöld

Lið Dýrfirðingafélagsins.
Lið Dýrfirðingafélagsins.

Milliriðlar í Spurningakeppni átthagafélagana 2015 fara fram í kvöld,  fimmtudagskvöldið 5. mars kl. 20:00 í Breiðfirðingabúð í Reykjavík. 
Í upphafi voru 19 átthagafélög  þátttakendur í keppninni og  mörg  Vestfjarðafélög. Nú eru þrjú eftir og Dýrfirðingafélagið eitt þeirra.


Eftir undanrásir er ljóst hvaða lið mætasti í 8 liða úrslitum:

...
Meira
05.03.2015 - 08:18 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson

Hrós vikunnar

Hrós vikunnar fá sjúkraflutningamennirnir á Þingeyri. Þeir eru á vaktinni allan sólarhringinn, allan ársins hring. Þeirra starf er algjörlega ómetanlegt fyrir samborgarana. Dýrfirðingarnir Sigmundur Þórðarson, Jón Reynir Sigurðsson, Steinn Ólafsson og feðgarnir Kristján Gunnarsson frá Hofi og Róbert Daníel Kristjánsson eru í þessum hópi vaskra drengja....
Meira
Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm. Mats Wibe Lund.
« 1 af 2 »
Íslenskt sjávarfang ehf. fær 400 tonna byggðakvóta Byggðastofnunar sem ætlaður er til uppbyggingar atvinnulífs á Þingeyri. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar stofnunarinnar. Auk Íslensks sjávarfangs, sótti Útgerðarfélagið Otur um aflaheimildirnar.
Íslenskt sjávarfang ehf. hefur rekið fiskvinnslu í Kópavogi frá árinu 2007 þar sem unnið er úr 7 til 9 þúsund tonnum af fiski á ári. Rúmlega 100 manns starfa hjá fyrirtækinu. „Íslenskt sjávarfang er sérhæft í sölu og dreifingu á sjávarfangi á innanlandsmarkaði og er fyrirtækið eitt hið framsæknasta á sínu sviði á landsvísði....
Meira
04.03.2015 - 08:29 | Hallgrímur Sveinsson

17.500.000.000,- kr.

Bátarnir Sléttanes og Framnes í höfn á Þingeyri. Svo komu tveir togarar með sömu nöfnum. Ljósm.: Davíð H. Kristjánsson.
Bátarnir Sléttanes og Framnes í höfn á Þingeyri. Svo komu tveir togarar með sömu nöfnum. Ljósm.: Davíð H. Kristjánsson.
Við vorum eitthvað að röfla um það um daginn að Kaupfélag Dýrfirðinga og dótturfyrirtæki á Þingeyri áttu um 7000 tonna veiðiheimildir sem við misstum út úr höndunum. Samkvæmt nýjustu verðum á óveiddum fiski í sjónum í dag, átti það að jafngilda 1.750.000.000, –einum milljarði og sjö hundruð og fimmtíu milljónum króna.
Lagleg summa!
...
Meira
04.03.2015 - 07:20 | BIB,Hallgrímur Sveinsson

Hvað gerði Matti Bjarna?

Matthías til vinstri, þá Ásmundur Stefánsson með flottan blómvönd, Karl Steinar Guðnason, Gvendur jaki (ættaður úr Arnarfirði) og Guðríður Elíasdóttir.
Matthías til vinstri, þá Ásmundur Stefánsson með flottan blómvönd, Karl Steinar Guðnason, Gvendur jaki (ættaður úr Arnarfirði) og Guðríður Elíasdóttir.
Þegar Matthías Bjarnason var viðskiptaráðherra 1986, veitti hann bönkunum harðar átölur vegna hækkana þeirra á þjónustugjöldum.  Hann harðbannaði þeim að hækka þau gjöld á almenning. Þetta var 19. marz. Þá kom verkalýðsforystan og færði kallinum blómvönd....
Meira
02.03.2015 - 06:40 | Hallgrímur Sveinsson

30 ár frá stofnun Leikfangasmiðjunnar Öldu hf

Allt klárt í vegagerðina! Lósm. H. S.
Allt klárt í vegagerðina! Lósm. H. S.
« 1 af 9 »
Í dag, 2. marz, eru liðin 30 ár síðan Leikfangasmiðjan Alda hf á Þingeyri var stofnuð af nokkrum bjartsýnismönnum.
Þessir kallar voru: Þorkell Þórðarson, Líni Hannes Sigurðsson, Guðmundur Valgeirsson, Kristján Gunnarsson, Ólafur V. Þórðarson, Elís Kjaran Friðfinnsson  allir búsettir á Þingeyri og Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri. Hlutaféð var samkv. stofnsamningi 120 þús. kr....
Meira
01.03.2015 - 10:03 | Morgunblaðið,BIB

Alþjóðlegi hrósdagurinn - 1. mars

Ingrid Kuhlman - tengdadóttir Vestfjarða.
Ingrid Kuhlman - tengdadóttir Vestfjarða.
« 1 af 2 »
Sunnudaginn 1. mars verður er alþjóðlegi hrósdagurinn haldinn hátíðlegur.
Okkur Íslendingum er ekki gjarnt að hrósa. Það hefur ekki verið hluti af þjóðarsálinni - í gamla daga var því jafnvel haldið fram að ekki væri ráðlegt að hrósa börnunum því þau yrðu bara montin. Maður átti að vera lítillátur, ljúfur og kátur og láta ekki mikið bera á sér.
Oft eigum við erfitt með að taka hrósi. Við skiptum um umræðuefni eða verðum vandræðaleg....
Meira
01.03.2015 - 07:02 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Andlát - Lýður Björnsson, sagnfræðingur og kennari

Lýður Björnsson.
Lýður Björnsson.
« 1 af 3 »
Lýður Bakkdal Björnsson, sagnfræðingur og kennari, lést á Vífilsstöðum 25. febrúar á 82. aldursári.

Lýður fæddist 6. júlí 1933 í Bakkaseli í Bæjarhreppi í Strandasýslu. Foreldrar hans voru Valgerður Elín Andrésdóttir, húsmóðir, og Björn Lýðsson, bóndi.


Lýður lauk stúdentsprófi frá MR 1954 og BA-prófi í mannkynssögu og landafræði, auk kennsluréttinda, frá HÍ 1957. Hann lauk einnig cand.mag.-prófi í sögu og landafræði frá HÍ 1965.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31