A A A
  • 1983 - Bylgja Dögg Hafsteinsdóttir
  • 1992 - Fríða Dögg Ragnarsdóttir
17.03.2015 - 22:42 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Hrós vikunnar

Lilja Rafney Magnúsdóttir á Þingeyri.
Lilja Rafney Magnúsdóttir á Þingeyri.
« 1 af 2 »
Hrós vikunnar fær Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri. Segja má að hún sé óþreytandi að benda ráðamönnum á frumbyggjarétt fólksins hér fyrir vestan. 
Og hún talar tæpitungulaust við útgerðaraðalinn:...
Meira
16.03.2015 - 22:25 | BIB,Fjórðungssamband Vestfirðinga

Heildaríbúafjöldi svipaður, en mikill munur milli svæða

Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

Hagstofa Íslands hefur birt nýjar íbúatölur fyrir 1. janúar 2015. Heildarniðurstaðan er að skráðum íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um tvo á síðasta ári, en þar er þó ekki nema hálf sagan sögð. Þannig fækkar íbúum í fjórum af sveitarfélögunum, þar af um 33 í Strandabyggð, 27 í Bolungarvík, 10 í Ísafjarðarbæ og 3 í Reykhólahreppi. Á meðan fjölgar íbúum í hinum fimm, um 1 í Árneshreppi, 2 í Súðavíkurhreppi, 7 í Kaldrananeshreppi, 8 í Tálknafjarðarhreppi og 53 í Vesturbyggð þar sem íbúar eru nú orðnir 1002.


 

...
Meira
15.03.2015 - 21:33 | BIB,Morgunblaðið

Stefnt að fjölgun starfa á Þingeyri

Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm. Mats Wibe Lund.

• Fyrirtækið Íslenskt sjávarfang hefur keypt fasteignir og tæki Vísis á Þingeyri • Segja markmiðið með viðskiptunum að viðhalda og efla atvinnulíf á staðnum

Útgerðarfyrirtækið Vísir hf. hefur selt fasteignir sínar á Þingeyri, ásamt tækjum og búnað til fiskvinnslu. Kaupandinn er Íslenskt sjávarfang sem stefnir að því að fjölga störfum við fiskvinnslu á Þingeyri frá því sem nú er og vinna og frysta þar allt að 4.000 tonn af fiski á ári.

...
Meira
14.03.2015 - 17:32 | Hallgrímur Sveinsson

„Are you going to drive over the Grímsheiði?“

Elís Kjaran í snjómokstri á Hrafnseyraheiði (Grímsheiði!) Hann hefði haft gaman af að spíka við þetta lið. Alla vega kvenmennina. Ljósm. H. S.
Elís Kjaran í snjómokstri á Hrafnseyraheiði (Grímsheiði!) Hann hefði haft gaman af að spíka við þetta lið. Alla vega kvenmennina. Ljósm. H. S.
« 1 af 3 »
Við Bjössi hittum fjóra Japana í sjoppunni hjá henni Diddu í gær.
Tvær myndarlegar konur og tvo menn. Þau voru á þessum fína fjallajeppa. „Are you going south?“ sögðum við að gamni okkar.  „Yes, yes,“ sagði foringinn lukkulegur með sig. „And you are going to drive over the Grímsheiði, or maybe the Kjarans road?“ „Yes, we are,“ sagði Japaninn og dró upp síma og sýndi okkur kort af þessum vegum. Þau ætluðu að aka samkvæmt kortinu. Velja aðra leiðina. Við urðum náttúrlega algjörlega klumsa því öllu gamni fylgir nefnilega nokkur alvara...
Meira
« 1 af 2 »
Leikdeild Höfrungs á Þingeyri frumsýnir kl. 14 í da, laugardaginn 14. mars 2015, ævintýrið um galdrakarlinn í Oz. „Galdrakarlinn í Oz er sérlega viðamikil sýning en þetta er í fyrsta sinn sem þessi leikgerð af verkinu er sýnd innandyra. Já, innandyra, því áður hefur aðeins leikhópurinn Lotta sýnt verkið um land allt og að vanda eru sýningar þess frábæra leikhóps utandyra. Höfundur leikgerðar er Ármann Guðmundsson ein aðalsprautan í Ljótu hálfvitunum....
Meira
13.03.2015 - 19:24 | BIB,bb.is

Skaut tófu út um svefnherbergisgluggann

Séð heim að Mýrum. Ljósm.: BIB
Séð heim að Mýrum. Ljósm.: BIB
« 1 af 3 »
Rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld, 11. mars 2015, varð Elínbjörgu Snorradóttur húsfrú á Mýrum í Dýrafirði, litið út um svefnherbergisgluggann og sá til tófu í snjónum ofan við bæinn. Bergsveinn Gíslason bóndi á Mýrum brá skjótt við og greip byssu sína, sem nú orðið hvílir við rúmstokkinn og skaut tófuna út um svefnherbergisgluggann. Er þetta fjórða tófan sem skotin er á þennan hátt á Mýrum, þrjár féllu í fyrravetur....
Meira
13.03.2015 - 10:25 | Á vettvangi dagsins:

Saga af frumbyggjum og frumbyggjaréttur

Inkaborgin Machu Picchu í Perú. Inkarnir reistu hana áður en ógæfan barði að dyrum. (Wikipedia)
Inkaborgin Machu Picchu í Perú. Inkarnir reistu hana áður en ógæfan barði að dyrum. (Wikipedia)
« 1 af 4 »

Hallgrímur Sveinsson skrifar:


Einu sinni voru frumbyggjar. Þeir áttu heima í Ameríku og nefndust indíánar. Þeir áttu fallegt land með öllum hugsanlegum gæðum, gulli og gersemum. Svo komu hvítu, gráðugu kallarnir. Þeir reyndu að útrýma frumbyggjunum og menningu þeirra. Þeir sýndu miskunnarlausa valdagræðgi og ágirnd sem indíánarnir ekki skildu. Stálu landinu þeirra og ráku þá út á svokölluð sérsvæði. Sumir afkomendur þeirra lepja þar enn í dag dauðann úr skel. Við það situr.


Og það voru líka frumbyggjar á Íslandi.

...
Meira
13.03.2015 - 09:12 | Björn Ingi Bjarnason

Eyjamenn sigruði í Spurningakeppni átthagafélaganna

Sigurlið Eyjamanna.
Sigurlið Eyjamanna.
« 1 af 2 »
Vestmannaeyingar sigruðu, Siglfirðingafélagið varð í öðru sæti, Húnvetningar í þriðja og Svarfdælir/Dalvíkingar í fjórða.
Úrslitrakeppnin fór fram í Breiðfirðingabúð í Reykjavík í gærkveldi og var keppnin mjög spennandi. Eitt stig skildi að Eyjamenn og Siglfirðinga í lokin....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31