14.03.2015 - 17:32 | Hallgrímur Sveinsson
Elís Kjaran í snjómokstri á Hrafnseyraheiði (Grímsheiði!) Hann hefði haft gaman af að spíka við þetta lið. Alla vega kvenmennina. Ljósm. H. S.
Á Hrafnseyrarheiði í júní 1997.
Guðmundur Steinarr Gunnarsson, héraðsstjóri, staddur á Hrafnseyrarheiði 22. júní 1980.
Við Bjössi hittum fjóra Japana í sjoppunni hjá henni Diddu í gær.
Tvær myndarlegar konur og tvo menn. Þau voru á þessum fína fjallajeppa. „Are you going south?“ sögðum við að gamni okkar. „Yes, yes,“ sagði foringinn lukkulegur með sig. „And you are going to drive over the Grímsheiði, or maybe the Kjarans road?“ „Yes, we are,“ sagði Japaninn og dró upp síma og sýndi okkur kort af þessum vegum. Þau ætluðu að aka samkvæmt kortinu. Velja aðra leiðina. Við urðum náttúrlega algjörlega klumsa því öllu gamni fylgir nefnilega nokkur alvara...
Meira