09.05.2015 - 16:20 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson
Hrós vikunnar
Hrós vikunnar fær Vegagerðin.
Jæja! Og fyrir hvað? Fyrir bara alls konar.
Til dæmis það að vera búin að opna Vesturleið. Hrafnseyrar-og Dynjandisheiðar eru óvenju snjóþungar að þessu sinni.
Kostnaður við moksturinn þar hleypur á milljónum.
Svo er bara þjónustulund margra starfsmanna Vegagerðarinnar með ágætum.
Svo fær hún fyrirfram hrós fyrir að hefla nú á næstu dögum vegina á láglendi á Vesturleið. Þeir eru ákaflega móttækilegir fyrir veghefilstönn þessa dagan, þurrir og fínir.
Og ekki að gleyma veginum út í Haukadal. Þar er bara hola, hola , hola!
Hallgrímur Sveinsson - Björn Ingi Bjarnason.