10.05.2015 - 06:37 | Bjarni Guðmundsson
Stórsláttumaðurinn - Knútur Bjarnason
... bjástrar á þessu svala maíkvöldi við ljósmyndir í væntanlega bók og getur þá ekki á sér setið í anda tímanna "að leka" þessari:
Okkar góði frændi og stórsláttumaður, Knútur Bjarnason (1917-2013), bóndi á Kirkjubóli í Dýrafirði, hvetur hér ljá sinn, er við brugðum okkur til engjasláttu fram undir Hrossaskriðu fyrir knöppum XXX árum. Nutum stundarinnar fjarri heimsins glaumi. Hún átti sinn þátt í tilurð bókarhandritsins.
Knútur hafði lært slátt af föður sinum, Bjarna M. Guðmundssyni, honum afa. Sá var heldur enginn veifiskati með orf ...
Með ósk og von um gott grasár ....
Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri.
Af hans ágætu Facebook-síðu.