12.05.2015 - 06:09 | Ólafur V. Þórðarson, fréttaritari Þingeyrarvefsins í Hafnarfirði:
Frá sjávarsíðunni
Heildarafli á grásleppuvertíðinni nálgast nú 4000 tonn segir í frétt frá Fiskistofu. Þá er eftir þriðjungur af leyfilegum
heildarafla þessa árs. Verðmætið er komið í rúmar 800 milljónir.
Þó að nokkrir bátar séu búnir með sína daga eru sumir nýbyrjaðir og aflabrögð víða bærileg. Bátar frá norðanverðum Austfjörðum eru í efstu sætunum með mestan afla.
Ólafur V. Þórðarson.