A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
11.05.2015 - 07:10 | Björn Ingi Bjarnason

11. maí 1965

Hilmir II KE 8 frá Flateyri. Ljósm.: Trausti Magnússon.
Hilmir II KE 8 frá Flateyri. Ljósm.: Trausti Magnússon.
« 1 af 5 »

Í dag er 11. maí sem um aldir var lokadagur vetrarvertíðar hér á landi.

Önfirðingar horfa til lokadagsins 1965 en á vetrarvertíðinni það ár náði áhöfnin á Hilmi II KE 8 frá Flateyri, undir skipstjórn Hrings Hjörleifssonar, þeim frábæra árangri að verða aflahæðstir línubáta á Vestfjörðum og yfir landið með 757.7 tonn samtal í 82 róðrum. 

Var þetta eftir mikla og drengilega keppni við Sif ÍS 500 frá Suðureyri, skipstjóri Gestur Kristinsson, sem varð nr. 2 með 747.3 tonn samtals í 84 róðrum og Heiðrún ÍS 4 frá Bolungarvík, skipstjóri Jón Sigurgeirsson, sem varð nr. 3 með 686.4 samtals tonn í 85 róðrum.

Önfirðingar fögnuðu 50 ára afmælis þessa aflaafreks í gær með ferð um Reykjanes og samverustund í Grindavíkurkirkju þar sem minnst var sjómannana 7 frá Flateyri sem fórust 10. og 11. október 1964 með Flateyrarbátunum Mumma ÍS 366 og Sæfelli SH 210. Tveir björguðust af Mumma þeir Hannes Oddsson ,skipstjóri, og Olav Öyahals, vélstjóri, og voru þeir báðir með í ferðinni í gær.

Ferðin var í boði rútufyrirtækisins Allrahanda og fararstjórar og skipuleggjendur ferðarinnar voru Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka og Guðmundur Jón Sigurðsson í Reykjavík.

Meira um þetta síðar.

Björn Ingi Bjarnason.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31