16.05.2015 - 06:16 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Hrós vikunnar
Hrós vikunnar fá félagarnir hjá Vesturverk ehf.
Það eru bræðurnir Gunnar Gaukur Magnússon, Ytri-Veðrará í Önundarfirði og Valdimar Steinþórsson, Ísafirði ásamt Hallvarði Aspelund, Ísafirði.
Með ótrúlegri þrautseigju og kjarki hafa þeir barist fyrir því að Hvalá í Ófeigsfirði verði virkjuð til hagsbóta fyrir alla Vestfirði.
Áætluð stærð Hvalárvirkjunar er 55 MW. Þeir hafa tryggt sér vatnsréttindi á vatnasvæðinu á Ófeigsfjarðarheiði og fengið HS Orku í lið með sér. Það er stórt orkufyrirtæki sem hefur alla burði til að standa með hinum ungu frumkvöðlum.
Hallgrímur Sveinsson
Björn Ingi Bjarnason