A A A
  • 2007 - Kristjana Rögn Andersen
28.05.2015 - 06:36 | Morgunblaðið,BIB

Merkir Íslendingar - Vilmundur Jónsson

Vilmundur Jónsson.
Vilmundur Jónsson.
Vilmundur fæddist á Fornustekkum í Nesjahreppi í Vestur-Skaftafellssýslu 28. maí 1889. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, bóndi á Fornustekkum, og k.h., Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja.

Eiginkona Vilmundar var Kristín Ólafsdóttir læknir og voru börn þeirra Guðrún, húsfreyja, stúdent og prófarkalesari, móðir Þorsteins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds prófessors Gylfasona; Ólöf, tannsmiður í Reykjavík, móðir Ólafs viðskipafræðings og Kristínar, ritstjóra Fréttablaðsins Þorsteinsbarna, og Þórhallur, prófessor, faðir Guðrúnar dósents,Torfa verkfræðings og Helgu verkfræðings.


Vilmundur lauk stúdentsprófi frá MR 1911, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1916 og stundaði framhaldsnám m.a. við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og Ullevål Sykehus í Ósló.

...
Meira
« 1 af 2 »
Verkalýðsfélag Vestfirðinga og önnur verkalýðsfélög á landbyggðinni innan Starfsgreinasambands Íslands hafa gert samkomulag við atvinnurekendur um að fresta fyrirhuguðum verkföllum sem áttu að verða fimmtudag og föstudag í þessar viku. Verkfallsaðgerðum er frestað um sex daga, þar sem samningaviðræður komust á skrið á fundum samningsaðila í dag.
Það er mat samninganefndar Starfsgreinasambandsins að gefinn skuli tími til að reyna til þrautar að ná samningum, án verkfalla....
Meira
27.05.2015 - 09:03 | Vesturland,BIB

30 Vestfjarðabátar á síld 1965

Framnes ÍS 608. Ljósm.: Halldór J. Egilsson.
Framnes ÍS 608. Ljósm.: Halldór J. Egilsson.

Í sumar munu 30 Vestfjarðabátar stunda síldveiðar á miðunum fyrir Norður- og Austurlandi, og er það heldur færra en í fyrra. Nokkrir af minni bátunum, sem gerðir voru út á síld í fyrra, verða nú ýmist á huma r eða línu.


Allmargir vestfirzku bátanna eru þegar komnir á miðin og hafa þegar fengið nokkurn afla, t.d. Helga Guðmundsdóttir, Ólafur Friðbertsson, Guðrún Jónsdóttir og Guðbjartur Kristján 1S 280.

Hér fer á eftir skrá um vestfirzku síldarbátana og skipstjóra þeirra :

...
Meira
27.05.2015 - 06:36 | BIB,Markaðsstofa Vestfjarða

ÞINGEYRI

Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Markaðsstofa Vestfjarða.
Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Markaðsstofa Vestfjarða.
Þingeyri við Dýrafjörð er elsti verslunarstaður Vestfjarða og einn sá elsti á landinu. Bærinn tilheyrir nú hinu sameinaða sveitarfélagi Ísafjarðarbæ.
Líklegt er að Þingeyri hafi verið þingstaður Dýrfirðingagoðorðs til forna. Þar var mikilvæg höfn allt frá þjóðveldistíma og viðkomustaður erlendra kaupmanna. Upp úr miðri 19. öldinni tók að myndast vísir að þéttbýli á Þingeyri. Um það sama leyti voru franskar fiskiskútur tíðir gestir á Dýrafirði og óskuðu Frakkar eftir leyfi til að stofna nýlendu í Haukadal skammt utan Þingeyrar. Því var hafnað en franskir duggarar, amerískir lúðuveiðimenn, norskir hvalfangarar og fleiri ljáðu Dýrfirðinum áfram alþjóðlegan blæ....
Meira
26.05.2015 - 21:29 | Morgunblaðið,BIB

170 ár frá dauða Jónasar Hallgrímssonar - 26. maí 1845

Framan við íbúð Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. Ljósm.: BIB
Framan við íbúð Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur lést í Kaupmannahöfn þann 26. maí 1845, 37 ára. 

Hann var einn Fjölnismanna. 

Konráð Gíslason sagði um Jónas: „Það sem eftir hann liggur mun lengi halda uppi nafni hans á Íslandi.“...
Meira
Dynjandi í Arnarfirði. Ljósm.: BIB
Dynjandi í Arnarfirði. Ljósm.: BIB
Íslensk náttúra hefur lagt grunninn að öflugri ferðaþjónustu, sem nú skapar meiri gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið en nokkur önnur atvinnugrein. Vöxtur greinarinnar hefur skapað mörg tækifæri, en einnig áskoranir vegna mikillar ásóknar ferðafólks á viðkvæm náttúrusvæði. Til að tryggja að íslensk náttúra og öflug ferðaþjónusta geti blómstrað samtímis hefur ríkisstjórnin samþykkt að verja í sumar 850 milljónum króna til brýnna uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins....
Meira
26.05.2015 - 07:17 | BIB,Morgunblaðið

Sigur á 40 ára landsliðsafmæli

Jón Baldursson, tengdasonur Dýrafjarðar.
Jón Baldursson, tengdasonur Dýrafjarðar.
„Við höfum spilað á erfiðara móti en þessu, þetta stóð yfir í þrjá daga en Evrópumótin standa yfir í hálfan mánuð,“ segir Jón Baldursson, spilandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í brids sem varð Norðurlandameistari um helgina í Færeyjum.

„Lykillinn að velgengni er að æfa vel. Íslandsmótið var fyrir mánuði og við höfum verið í lokaundirbúningi síðan þá,“ segir Jón....
Meira
26.05.2015 - 06:17 | BIB

Vestfirðir í stórsókn

VIð fossinn Dynjanda í Arnarfirði. Ljósm.: BIB
VIð fossinn Dynjanda í Arnarfirði. Ljósm.: BIB
Markaðsstofa Vestfjarða ásamt sveitarfélögunum á Vestfjörðum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu eru að fara af stað með stærsta markaðsátak sem sveitarfélögin hafa farið í. Vestfirðingar hafa aldrei verið þekktir fyrir að byrja smátt eða hafa hljótt og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli enda er þetta þriggja ára verkefni sem snýr að því að vekja athygli á Vestfjörðum sem áfangastað ferðamanna....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31