Merkir Íslendingar - Vilmundur Jónsson
Eiginkona Vilmundar var Kristín Ólafsdóttir læknir og voru börn þeirra Guðrún, húsfreyja, stúdent og prófarkalesari, móðir Þorsteins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds prófessors Gylfasona; Ólöf, tannsmiður í Reykjavík, móðir Ólafs viðskipafræðings og Kristínar, ritstjóra Fréttablaðsins Þorsteinsbarna, og Þórhallur, prófessor, faðir Guðrúnar dósents,Torfa verkfræðings og Helgu verkfræðings.
Vilmundur lauk stúdentsprófi frá MR 1911, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1916 og stundaði framhaldsnám m.a. við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og Ullevål Sykehus í Ósló.
...Meira