27.05.2015 - 16:56 | skutull.is,BIB
Verk Vest frestar verkföllum - Viðræður komnar á skrið
Verkalýðsfélag Vestfirðinga og önnur verkalýðsfélög á landbyggðinni innan Starfsgreinasambands Íslands hafa gert samkomulag við atvinnurekendur um að fresta fyrirhuguðum verkföllum sem áttu að verða fimmtudag og föstudag í þessar viku. Verkfallsaðgerðum er frestað um sex daga, þar sem samningaviðræður komust á skrið á fundum samningsaðila í dag.
Það er mat samninganefndar Starfsgreinasambandsins að gefinn skuli tími til að reyna til þrautar að ná samningum, án verkfalla. Kröfugerð Starfsgreinasambandsins er sem fyrr grundvöllur áframhaldandi viðræðna, segir í tilkynningu á vef SGS.
Reiknað er með að samningar verkalýðsfélaganna innan SGS séu á sömu nótum og drög að samkomulagi sem birt var í gærkvöld á vegum Flóafélaganna og VR og við sögðum frá á Skutli í gærkvöld.
Verkföllum er því frestað sem hér segir: Verkfalli 28. og 29. maí er frestað til 3. og 4. júní. Ótímabundnu verkfalli 6. júní er frestað til 12. júní.
Það er mat samninganefndar Starfsgreinasambandsins að gefinn skuli tími til að reyna til þrautar að ná samningum, án verkfalla. Kröfugerð Starfsgreinasambandsins er sem fyrr grundvöllur áframhaldandi viðræðna, segir í tilkynningu á vef SGS.
Reiknað er með að samningar verkalýðsfélaganna innan SGS séu á sömu nótum og drög að samkomulagi sem birt var í gærkvöld á vegum Flóafélaganna og VR og við sögðum frá á Skutli í gærkvöld.
Verkföllum er því frestað sem hér segir: Verkfalli 28. og 29. maí er frestað til 3. og 4. júní. Ótímabundnu verkfalli 6. júní er frestað til 12. júní.