A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
11.06.2015 - 11:38 | Hallgrímur Sveinsson

Sauðkindin er varnarlaus í rigningarslögum og slyddu!

Sigurjón á Lokinhömrum með ánni Svöl sem hrapaði úr Fuglberginu forðum. Aldrei hvarflaði að þeim mikla fjárræktarmanni að svipta ærnar sínar þeirri einu náttúrulegu vörn sem þær höfðu á köldu vestfirsku vori. Ljósm.: H. S.
Sigurjón á Lokinhömrum með ánni Svöl sem hrapaði úr Fuglberginu forðum. Aldrei hvarflaði að þeim mikla fjárræktarmanni að svipta ærnar sínar þeirri einu náttúrulegu vörn sem þær höfðu á köldu vestfirsku vori. Ljósm.: H. S.
Vorharðindin:

Sannleikurinn er sá að það gerir hret á flestum vorum hér fyrir vestan. Þetta vor er engin undantekning. Auk þess hefur það verið kalt eins og oft er raunin.

   Einn gamall í hettunni benti okkur á að mannskepnan er búin að ræna sauðkindinni þeirri einu vörn sem hún hefur í slíkum vorum: Ullinni. Hún hélt lífinu í henni í gegnum aldirnar og þar með hinni íslensku þjóð. Nú eru blessaðar ærnar settar varnarlausar út í vorharðindin og verra en það. Er nema von að illa fari? Þetta sagði sá gamli.

Oft er það gott er gamlir kveða, þó sumir þeirra séu nú reyndar orðnir dálítið kalkaðir!

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31