A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
10.06.2015 - 21:25 | Hallgrímur Sveinsson

Stórtíðindi í Mosdal í Arnarfirði!

Frá Mosdal í Arnarfirði.
Frá Mosdal í Arnarfirði.

Fréttir úr Auðkúluhreppi:

Nú gerist skammt stórra högga á milli í Mosdal í Arnarfirði. Ekki er nóg með að búið sé að leggja rafstreng sem á að flytja rafmagn frá Mjólkárvirkjun í dalinn. Heldur höfum við það eftir áreiðanlegum heimildum, eins og þar stendur, að byggja eigi brú á Ósána í sumar. Áin sú rennur á milli bæjanna Óss og Laugabóls. Í miklum leysingum getur hún orðið að skaðræðis fljóti. Er það reyndar ekki óalgengt með smáár og jafnvel bæjarlæki hér vestra.

   Þetta teljum vér til stórra tíðinda. Sú var tíðin, að þáverandi bóndi á Laugabóli, Aðalsteinn heitinn Guðmundsson, kærði sig ekkert um að fá brú á ána. Og þótti með eindæmum í þá daga. Þetta muna þeir sem minnisgóðir eru á gamla tíð. En nú er sem sagt allt að gerast í Mosdal í Arnarfirði. 

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31