Hreyfivika hjá Ísafjarðarbæ
Dagskrá viðburða má sjá hér fyrir neðan eða nálgast á heimasíðu viðburðarins.
Miðvikudagur 30. maí
Kl. 18-19:00 Útijóga í Blómagarðinum á Austurvelli. Jóga-Ísafjörður býður bæjarbúum í jóga. Þátttakendum er bent á að taka með sér dýnu eða teppi.
Fimmtudagur 2. Júní
Kl. 18.15 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.
Laugardagur 2. júní
Kl. 9.30 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.
Kl. 10.00 Samflot í Sundlaug Bolungarvíkur milli kl. 10:00 og 11:00.
„Einstök slökun í þyngdarleysi vatnsins í hugljúfu tónaflóði og lífsljósið logar skært sem aldrei fyrr.“
Sunnudagur 3. júní
Kl. 11.00 Kajakróður með Sæfara á Pollinum. Félagsmenn Sæfara veita leiðsögn og sjá um fararstjórn. Leiga á búnaði 2.000 kr.