A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Vikuframvinda í viku 21
Vikuframvinda í viku 21
« 1 af 3 »

Í viku 21 voru grafnir 86,0 m í göngunum og er þá lengd ganganna orðin 2.393,6 m sem er 45,2 % af heildarlengd ganganna.

 

Í byrjun vikunnar var farið í að færa spenni innar í göngin sem tók um 10 klst og var engin vinna við stafninn á meðan. Sem fyrr eru aðstæðar góðar í göngunum, þurrt og berg að springa vel. Þunnt, rautt og grænt setlag hefur verið að liðast upp eftir sniðinu og var komið upp undir þekju í lok vikunnar. Byrjað var á útskoti F í lok vikunnar. Útskot F er eingöngu útvíkkun og eru engin hliðarrými í því. Lakara efni úr göngunum hefur verið keyrt í fláafleyga eða notað við slóðagerð en betra efni hefur verið sett á lager til síðari nota.  

 

Haldið var áfram með skeringu suður af Mjólká og var efninu komið fyrir í fláa meðfram veginum neðan við Mjólkárvirkjun. Byrjað var á að flytja malað efni, fyrir neðra burðarlag vegarins, frá haugsvæðinu vestur af munnanum á millilager suður af Mjólká. Í Dýrafirði hefur verið unnið áfram við bergskeringu í forskeringunni.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31