A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
Horft heim að Gemlufalli frá þjóðveginum. Ljósm.: H. S.
Horft heim að Gemlufalli frá þjóðveginum. Ljósm.: H. S.
« 1 af 4 »

Heyskap er nú almennt lokið í Dýrafirði, bændur búnir að slá framúr og sumir búnir að halda töðugjöld eins og kallað er. Töðugjöld voru glaðningur í mat og drykk þegar búið var að hirða töðuna. En töðugjöld í dag er kannski eitthvað sem menn fá allan ársins hring í velsældinni. 

   Ekki er að sjá að háarspretta verði mikil, en það getur auðvitað breyst ef almættið gefur nokkra rigningardaga og hlýju. Þá fara sumir af stað aftur. Ekki er hægt að segja annað en heyskapur hafi almennt gengið vel, enda græjurnar slíkar að með ólíkindum er.

Hey eru yfirleitt ekki mikil að vöxtum því spretta var mjög misjöfn. En heygæði ættu að vega það upp að nokkru leyti. Og svo eiga margir fyrningar. Sagt var í gamla daga að góðar heyfyrningar væru á við bankainnistæðu. Það hlýtur að vera í fullu gildi enn í dag.


Hallgrímur Sveinsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31