A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
01.10.2015 - 10:04 | Blaðið - Vestfirðir,BIB

Leiklistarsaga Bíldudals á bók

Elfar Logi Hannesson er tengdasonur Dýrafjarðar.
Elfar Logi Hannesson er tengdasonur Dýrafjarðar.

Sögusagnir eru margar. Ein þeirra er sú að Bílddælingar geri meira af því að skemmta sér en að vinna. Meðan íbúar næsta þorps geri akkúrat öfugt. Ekkert skal fullyrt um þessa sögn enda er hún bara saga ef til vill bara þjóðsaga. Hitt er hinsvegar alveg ljóst og marg vitað að list hefur allt frá upphafi þorpsmyndunnar á Bíldudal verið þar í miklum metum. Leiklist hefur jafnan verið þar fremst í flokki en fyrstu heimildir um leiksýningar á Bíldudal eru frá árinu 1894. Síðan þá hefur verið leikið í þorpinu af miklum krafti.

Í þessari bók rekur Elfar Logi Hannesson, leikari og heimalingur hjá Leikfélaginu Baldri, hina einstöku leiklistarsögu Bíldudals allt frá upphafi til vorra daga.

Leiklist á Bíldudal er gefin út í tilefni af hálfrar aldar afmæli Leikfélagsins Baldurs. Þeir sem vilja óska félaginu til lukku geta gert það með því að senda kveðju sem birtist í bókinni og enn betra fá um leið eintak af Leiklist á Bíldudal.

Áhugasamir snúi sér til útgefanda bókarinnar sem er Kómedíuleikhúsið. Margar leiðir eru færar til að bóka kveðjuna og fá bókina. Það má senda tölvupóst á komedia@komedia.is, hringja í síma 8917025 eða bara stöðva þann kómíska á götum úti og ganga frá málinu á staðnum.

Stefnt er að því að Leiklist á Bíldudal komi út í byrjun október komandi.

Blaðið Vestfirðir fimmtudagurinn 1. október 2015

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31