A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
16.11.2015 - 08:00 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Landsbankinn fær prik!

« 1 af 4 »

Sú frétt flýgur nú um Dýrafjörð endilangan, að Landsbankinn ætli að færa opnunartíma sinn á Þingeyri á þriðjudögum frá kl. 15 -16 til kl. 13 -14. Og til hvers? Það fylgir sögunni að það sé til að þóknast fólkinu í frystihúsinu svo það komist í bankann. Þá er nefnilega matartími þar á bæ. Fyrir þessa mannlegu breytni fær Banki allra landsmanna prik hjá okkur! Sumir benda nú samt vinsamlega á, að þetta fellur á nákvæmlega sama tíma og læknir kemur frá Ísafirði í tvær klst. einu sinni í viku. Nú mega menn halda á spöðunum. Einkum hinir eldri sem margir eiga háar upphæðir í bankanum sínum. En það er ekki mikið spáð í það.

   Frá því er svo að segja, að sagt er að það sé varúðarregla hjá þeim góða banka að aldrei sé ein afgreiðslukona að störfum vegna hugsanlegra glæpamanna. Sem gætu ráðist inn og stolið öllum peningunum. Nú hafa nokkrar heiðurskonur í Dýrafirði boðist til að sitja hjá gjaldkeranum í sjálfboðavinnu henni til halds og trausts, ef það gæti orðið til að bankinn hefði opið til dæmis þrjá daga í viku, klukkutíma í senn.

Og það sem meira er: Á svæðinu eru að minnsta kosti fjórir fyrrum hreppstjórar. Þeir segjast vera þess albúnir að setja upp gömlu hreppstjórahúfuna og mæta á svæðið konunum til verndar. Þeir vilja láta það koma fram, að þeir séu alvanir að rota menn! Vitna þeir þá til þess sem Gunnsi Sig. sagði forðum í Kúlubardaganum mikla.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31