A A A
  • 1966 - Kristján Gunnar Bjarnason
  • 1966 - Óskar Gunnarsson
20.12.2018 - 10:46 |

Jólatré

Á laugardaginn frá kl. 12 - 14 býður Skógræktarfélagið Dýrfirðingum að koma í Toyota skóginn bakvið Sandafellið og ná sér í jólatré. Tréð kostar 5000 krónur.
« 1 af 2 »
Belgarnir Sebastian og Claire-Marie hafa auðgað líf okkar Dýrfirðinga í haust með skemmtilegum námskeiðum og gjörningum. Þeirra stærsta verkefni hingað til er skuggaleikhús sem þau hafa búið til frá grunni og ætla að sýna í Blábankanum á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Blábankastjórar eru afar spenntir og ætla að útbúa glögg og bjóða uppá smákökur. Við hjá Þingeyrarvefnum hvetjum að sjálfsögðu Dýrfirðinga til að mæta og njóta.
17.12.2018 - 09:47 | Hallgrímur Sveinsson

Þáttur úr sögu Hrafnseyrar: Á ég eða á ég ekki?

Vigdís í ræðustólnum á svölunum á Hrafnseyri forðum og flytur sín fyrstu ræðu yfir Vestfirðingum. Ljósm. Björn Ingi Bjarnason.
Vigdís í ræðustólnum á svölunum á Hrafnseyri forðum og flytur sín fyrstu ræðu yfir Vestfirðingum. Ljósm. Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 2 »

Auðkúluhreppur

 

Á Hrafnseyrarhátíð 3. ágúst 1980:

„Ég hafði kynnt mér að Kristján Eldjárn, mín fyrirmynd í embætti, gekk aldrei til altaris. Svo sat ég í þessari litlu og fallegu Hrafnseyrarkapellu við hliðina á biskupshjónunum og þegar kemur að altarisgöngunni er ég í djúpum þönkum. Á ég eða á ég ekki? Nema að þarna tek ég ákvörðun um að ganga til altaris sem ég hafði ekki gert frá fermingu. Ég fann glöggt að þetta kunnu biskupshjónin vel að meta. Síðan hef ég gengið til altaris með þeim rökum að messunni sé í raun ekki lokið fyrr en með altarisgöngunni, þetta er ein heild, eins og segir í lúterskum fræðum. Og ég fer oft í messu til að hreinsa hugann, sit og hugleiði og syng sálma. Sálmasöngur er sérlega sálarhreinsandi, enda er hann hugsaður til þess. En þessi stund í Hrafnseyrarkapellu hafði djúp áhrif á mig og samveran á Hrafnseyri var upphaf að vináttu okkar frú Magneu og séra Sigurbjörns sem ég hafði lengi metið mikils, eins og svo margir landsmenn. Ég leitaði stundum til Sigurbjörns og varð fyrir áhrifum af hans sjónarhorni á lífið. Stundum reyndi ég alveg meðvitað að tileinka mér það, til dæmis sýn hans á Krist og þá skoðun að við veljum sjálf hvort við tökum á móti boðskap kristninnar.“

      
(Kafli úr nýju bókinni Vestfirðingar til sjós og lands 2.)

17.12.2018 - 09:43 | Hallgrímur Sveinsson

Leyndardómar Vestfjarða: Heita laugin á Dynjanda

Haldinn var fyrirlestur á föstudaginn eð var í heita pottinum á Þingeyri. Var hann um einn af leyndardómum Vestfjarða, hina merkilegu laug á Dynjanda. Einnig var fjallað um hversu gott er að fara í fótabað í freyðivatninu fyrir neðan móðurfossinn.

 

Á hjallanum ofan við gamla bæjarstæðið á Dynjanda í Arnarfirði er upphlaðin, þríhyrnd laug, sem fáir vita um. Er laugin skemmtilegt mannvirki sem kemur á óvart.

Þorvaldur Thoroddsen mældi hitann í lauginni 26. júlí 1887 (Ferðabókin) og reyndist hann þá vera 26,5 gráður á Celsíus.

Hinn 19. september 1996 reyndist laugarhitinn vera 27,3 gráður. Svo mældu þeir vinirnir Sófus Guðmundsson og Elís Kjaran sem nú dvelja á æðri lendum. Þess skal getið til gamans, að hitinn í sundlauginni á Þingeyri er oftast 29 gráður á Celsíus.

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig laugin var notuð, en sumir segja að þar hafi þvottur verið þveginn og kannski hafa heimasæturnar á Dynjanda baðað sig í henni áður og fyrr. 

Tekið skal fram fyrir þá sem ekki vita eða eru búnir að gleyma því, að Dynjandi er í Auðkúluhreppi.

(Mannlíf og saga 3. hefti Vestfirska forlagið)

Í vikunni hefur setlag verið að koma niður í göngin. Setlagið er á bilinu 3-5 m þykkt og er þörf á umtalsverður styrkingum til að tryggja öryggi þar inni og halda setlaginu á sýnum stað. Til viðbótar við hinar hefðbundnu styrkingar í göngunum eru nú þegar unnið er í gegnum setlagið settir upp svo kallaðir styrktarbogar á um 3 m fresti og þeir einnig boltaðir kyrfilega og ásprautaðir. Á milli styrktarboganna er síðan sett járnanet, boltar og síðan sprautað með steypu yfir allt saman.

Þrátt fyrir umtalsverðar styrkingar þá lengdust göngin í vikunni sem er að líða um 29,7 m.  Lengd ganga Dýrafjarðarmegin er þá orðin 430,2 m sem er um 26,2% af Dýrafjarðarleggnum og á þá eftir að grafa um 1.213,2 m að gegnumbroti. Samanlögð lengd beggja leggja er nú orðin 4.087,8 m sem er um 77,1% af heildarlengd ganga.

 

Auk gangagraftrar er unnið við fyllingarvinnu í veg í Dýrafirði. Efni úr göngum er keyrt beint í veg í austurendanum en efni úr námu við Ketilseyri keyrt í fyllingar í sjó í vesturendanum og hefur sú vinna gengið ágætlega.

Auglýst er eftir styrkumsóknum um styrki úr sjóði er verkefnisstjórn Allra vatna til Dýrafjarðar veitir úr í umboði Byggðastofnunar. Umsóknum skal skilað á tölvutæku formi á þar til gerðu eyðublaði sem finna má hér. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2018. Allir sem búa yfir hugmyndum að frumkvæðis- og/eða samfélagverkefnum í samfélaginu við Dýrafjörð eru hvattir til að sækja um. 

Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri Agnes Arnardóttir, netfang agnes@vestfirdir.is 

Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Einnig er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga



Úthlutunarreglur verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar 2018

 
  1.  Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðu eyðublaði, sjá hér að ofan.
  2. Verkefni sem sótt er um fyrir þurfa fyrst og fremst að vera til þess fallin að efla samfélagið við Dýrafjörð.
  3. Umsækjendum er heitið trúnaði um það sem fram kemur í umsókn og varðar verkefnið sem sótt er um styrk til meðan á umsóknarferlinu stendur. Að úthlutun lokinni verður birtur opinberlega listi yfir styrkt verkefni ásamt stuttri lýsingu, styrkupphæð og nöfnum styrkþega. 
  4. Verkefni eða sá hluti verkefnis sem styrktur er skal að jafnaði ekki standa yfir lengur en í eitt ár. Sé um að ræða langtímaverkefni skal gera grein fyrir áföngum í verkefninu og óska einungis eftir styrk fyrir þeim hluta sem áætlað er að ljúka innan 12 mánaða frá undirskrift samnings um styrkveitinguna. 
  5. Samningur er gerður um sérhverja styrkveitingu. Hafi samningur ekki verið undirritaður við styrkþega innan þriggja mánaða frá tilkynntri úthlutun fellur styrkveitingin sjálfkrafa niður.
  6. Styrkir greiðast út eftir framvindu verkefna og samkvæmt samningi. Forsenda greiðslna er að áfanga- eða lokaskýrsla hafi verið samþykkt. Lokagreiðsla fer fram þegar lokaskýrsla hefur verið samþykkt af verkefnisstjórn. Þangað til skal halda eftir 50% af styrkupphæð.
  7. Þegar úthlutun hefur verið kunngjörð er um að ræða endanlega niðurstöðu. Ekki er hægt að fara fram á endurmat á einstökum umsóknum. 
  8. Til ráðstöfunar eru 7 milljónir króna. Ekki er krafist mótframlags umsækjenda.
  9. Við mat á umsóknum verður tekið mið af hversu vel verkefnið fellur að skilaboðum frá íbúaþingi, árlegum íbúafundum eftir það og stefnumótun verkefnisins.
  10. Einnig verður horft til þess hvort:
-Útkoma verkefnisins nýtist sem flestum í byggðalaginu.
-Verkefnið trufli samkeppni á þjónustusvæðinu.

-Verkefnið leiði til atvinnusköpunar á heilsársgrundvelli.
-Útfærsla verkefnisins sé líkleg til árangurs og þekking/reynsla sé til staðar.
-Markaðs- og/eða rekstrarlegar forsendur séu trúverðugar.
-Áhrifa verkefnis gæti fyrst og fremst á Þingeyri og við Dýrafjörð.
-Verkefnið hvetji til samstarfs og samstöðu.
-Styrkveiting hafi mikil áhrif á framgang verkefnis.

   11.  Ef fyrir liggur að verkefni umsóknaraðila raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í aðstöðu, þ.m.t. tækjum og búnaði sem eru forsenda fyrir framleiðslu afurða og þjónustu.

  12.  Samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, samþykkir umsækjandi að verkefnisstjórn verkefnisins vinni með þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að fjalla um og greina umsókn.

Ítarefni:


Styrkjareglur Brothættra byggða í heild sinni má finna hér

Skilaboð íbúaþings 2018

Verkefnisáætlun

11.12.2018 - 09:34 | Hallgrímur Sveinsson

Vestfirðingar til sjós og lands 2. bók

« 1 af 3 »

Enn kemur ný bók frá Vestfirska forlaginu:

 

Hjá Vestfirska forlaginu var að koma úr prentvélunum bókin Vestfirðingar til sjós og lands 2. hefti. Bókin sú arna hefur að geyma ýmsar frásagnir af Vestfirðingum, lífs og liðnum. Bæði í gamni og alvöru. Tilgangurinn: Að vekja athygli og áhuga á Vestfjörðum og innbyggjurum þeirra fyrr og síðar. Og varðveita ýmsar sögur og sagnir sem að öðrum kosti hefðu farið í glatkistuna. Til þess var Vestfirska forlagið einmitt stofnað. Kannski bara af hugsjón. En ekki til að græða peninga.

    Ef einhver ber af í þjóðfélagi okkar, eða er öðruvísi en aðrir, er hann oftar en ekki Vestfirðingur eða af vestfirskum ættum. Svo segja sumir. Og bæta jafnvel við: Manngildi meta Vestfirðingar í dugnaði og slíkum eiginleikum, en síður í peningum. Gamansemi er þeirra lífselexír.

    Meðal höfunda í þessari Vestfjarðabók eru Guðbjartur Gunnarsson úr Súgandafirði, Björn Ingi Bjarnason og Guðmundur St. Gunnarsson úr Önundarfirði, Gunnlaugur Júlíusson af Rauðasandi, Hafliði Jónsson frá Eyrum, Guðrún Björnsdóttir, Jón Strandberg og Bjarni G. Einarsson úr Dýrafirði og Sigurður Þórðarson frá Laugabóli í Djúpi, auk Hallgríms ritstjóra.

    Um hvað eru þau að skrifa? Jú til dæmis um Alla á Laugabóli, Ástar-Brand, Öskubuskur og fyrsta kossinn, búferlaflutning yfir Glámu, Antonov vélina á Hnjóti, Proppé bræður, hljómsveitina Æfingu 50 ára, Þóru Pálsdóttur, sem hjúkraði Jóni Sigurðssyni síðustu stundirnar og Vigdísi Finnbogadóttur í Hrafnseyrarkapellu 3. ágúst 1980, svo eitthvað sé nefnt. 

10.12.2018 - 10:46 | Hallgrímur Sveinsson

Hvað sagði Jón Sigurðsson?

Gárungarnir í Auðkúluhreppi láta ekki að sér hæða. Þeir fara oft með gamanmál, sem eru lífsnauðsynleg eins og Eiríkur Kristófersson skipherra sagði svo eftirminnilega. En þá verða menn að hafa í huga að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Stundum heilmikil.

 

Fréttaritari vor í Auðkúluhreppi símar:

 

Eins og allir vita, sendir Jón forseti Sigurðsson alþingismönnum og þjóðinni allri óbein, táknræn skilaboð með einni saman nærveru sinni í standmynd sem steypt er í eir á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið. Og í gær var rædd á fundi hreppsnefndar Auðkúluhrepps eftirfarandi bein hugvekja frá forsetanum. Sendist hún alþjóð hér með á öldum ljósvakans:

 

Virðing alþingis

 

“Það er skylda þingmanna, bæði við landið og þjóðina, við þingið og við sjálfa sig, að þola enga ósiðsemi á þeim stað, eða neitt, sem getur rýrt tign eða álit þingsins meðal alþýðu, og þetta ætla ég muni vera hægt, eins á Íslandi og annars staðar.” (1845) 

 

Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31