A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
17.12.2018 - 09:47 | Hallgrímur Sveinsson

Þáttur úr sögu Hrafnseyrar: Á ég eða á ég ekki?

Vigdís í ræðustólnum á svölunum á Hrafnseyri forðum og flytur sín fyrstu ræðu yfir Vestfirðingum. Ljósm. Björn Ingi Bjarnason.
Vigdís í ræðustólnum á svölunum á Hrafnseyri forðum og flytur sín fyrstu ræðu yfir Vestfirðingum. Ljósm. Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 2 »

Auðkúluhreppur

 

Á Hrafnseyrarhátíð 3. ágúst 1980:

„Ég hafði kynnt mér að Kristján Eldjárn, mín fyrirmynd í embætti, gekk aldrei til altaris. Svo sat ég í þessari litlu og fallegu Hrafnseyrarkapellu við hliðina á biskupshjónunum og þegar kemur að altarisgöngunni er ég í djúpum þönkum. Á ég eða á ég ekki? Nema að þarna tek ég ákvörðun um að ganga til altaris sem ég hafði ekki gert frá fermingu. Ég fann glöggt að þetta kunnu biskupshjónin vel að meta. Síðan hef ég gengið til altaris með þeim rökum að messunni sé í raun ekki lokið fyrr en með altarisgöngunni, þetta er ein heild, eins og segir í lúterskum fræðum. Og ég fer oft í messu til að hreinsa hugann, sit og hugleiði og syng sálma. Sálmasöngur er sérlega sálarhreinsandi, enda er hann hugsaður til þess. En þessi stund í Hrafnseyrarkapellu hafði djúp áhrif á mig og samveran á Hrafnseyri var upphaf að vináttu okkar frú Magneu og séra Sigurbjörns sem ég hafði lengi metið mikils, eins og svo margir landsmenn. Ég leitaði stundum til Sigurbjörns og varð fyrir áhrifum af hans sjónarhorni á lífið. Stundum reyndi ég alveg meðvitað að tileinka mér það, til dæmis sýn hans á Krist og þá skoðun að við veljum sjálf hvort við tökum á móti boðskap kristninnar.“

      
(Kafli úr nýju bókinni Vestfirðingar til sjós og lands 2.)

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31