17.12.2018 - 17:05 |
Skuggaleikhús og glögg í Blábankanum
Belgarnir Sebastian og Claire-Marie hafa auðgað líf okkar Dýrfirðinga í haust með skemmtilegum námskeiðum og gjörningum. Þeirra stærsta verkefni hingað til er skuggaleikhús sem þau hafa búið til frá grunni og ætla að sýna í Blábankanum á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Blábankastjórar eru afar spenntir og ætla að útbúa glögg og bjóða uppá smákökur. Við hjá Þingeyrarvefnum hvetjum að sjálfsögðu Dýrfirðinga til að mæta og njóta.